Aðflutt landslag / Imported Landscape
2003
Pétur Thomsen 1973-
Kynningartexti með sýningu í Listasafni Íslands 2010:
PÉTUR THOMSEN
Aðflutt landslag
Pétri Thomsen (1973) hlotnuðust hin virtu og eftirsóttu LVMH-verðlaun, sem veitt eru ungum listamönnum, þegar þau voru afhent í tíunda sinn, árið 2007. Imported Landscape eða Aðflutt landslag er mögnuð syrpa ljósmynda sem lýsir hrikalegri umbreytingu landslagsins við Kárahnjúka þegar tæknimenningin með allri sinni nákvæmni og skipulagi ræðst gegn óspilltri náttúrunni umhverfis Hafrahvammagljúfur og brýtur landið undir sig miskunnarlaust. Risastórar jarðýtur fara um landsvæðið og skilja eftir sig svöðusár líkt og bit í holdi eftir fiðlukönguló. Pétur lýsir þessum ójafna leik með dramatískri hlutlægni sem skilur áhorfandann eftir í uppnámi.
PÉTUR THOMSEN
Imported Landscape
Pétur Thomsen (1973) won the presitigeous LVMH young artists award in 2007 when this pursued prize was conferred the tenth time. Imported Landscape is a magnificent series of photographs depicting the devastating transformation of the landscape at Kárahnjúkar when culture with all its precise technology and planning attacks the pristine natural landscape around Hafrahvammagljúfur by restructuring it severely. Enormous bulldozers go about the area, leaving it torn like flesh bitten by a violin spider. Thomsen describes this uneven game with dramatic objectivity which leaves the viewer totally perplexed.
- Ár2003
- GreinLjósmyndun - Litljósmyndir
- Stærð112 x 141 cm
- EfnisinntakJarðýta, Landslag, Náttúra, Virkjun
- AðalskráMyndlist/Hönnun