Dynasty

2007

Gjörningaklúbburinn

LÍ-9044

Vídeóverkið Dynasty er framtíðarsýn, sem er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um umhverfið og hlýnun jarðar og skapað að beiðni The Natural World Museum fyrir sýninguna Envisioning Change árið 2007. Heiti verksins, Dynasty, vísar meðal annars til samnefndrar sjónvarpsþáttaraðar frá 9. áratugnum sem fjallaði um örlög olíubaróna í Texas en margar af þeim loftslagsbreytingum, náttúruhamförum og breytingum á lífríki jarðar sem mannkynið stendur nú frammi fyrir má beint eða óbeint rekja til mannlegrar breytni og er notkun jarðefnaeldsneytis þar efst á blaði.

Í verkinumá sjá þrjár fínar forréttindafrúr sem hafa hlaupist á brott úr einbýlishúsum sínum, upp til fjalla, til að njóta kulda og víðerna, sem eru mikill munaður þegar hnattræn hlýnun er farin að ógna lífríki jarðar. Þær klæðast sínum hlýjustu pelsum og veiða sér til matar, sitja saman við eldinn og syngja, hekla og hugleiða. Símarnir virka ekki og fartölvur eru gagnslausar. Þegar hitinn hækkar fara þær úr pelsunum og hverfa að lokum sjálfar út í tómið og tímann. Í bakgrunni má sjá virkjanamannvirki sem vekja upp spurningu um hvað verður um rafmagnsframleiðsluna þegar jöklarnir hafa bráðnað og jökulárnar eru horfnar. Hvernig væri líf okkar án rafmagns?

  • Ár2007
  • GreinNýir miðlar - Vídeóverk
  • EfnisinntakLandslag, Listamaður, Pels, Skartgripur
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniVídeó

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17