Steggjun

2017

Guðmundur Thoroddsen 1980-

LÍ-9178

Karlar eru áberandi í verkum Guðmundar. Verkið var keypt á einkasýningu hans sem bar hið merkingarþrungna karllæga heiti Tittlingaskítur. Sem dæmi um karlana í verkum Guðmundar má sjá frummanninn, manninn með guðlegu ásjónuna, heimspekinginn, pípureykingamanninn, þann stirðbusalega, aflmanninn til verka, skopmyndakallinn, manninn sem hægir sér og karl sem mígur. Á tímum femínisma má leiða líkur að því að ýmsar félagslegar athafnir og gamaldags hugmyndir um karlmennsku eigi í vök að verjast. Guðmundur varpar upp svipmyndum sínum með mildilegri litapallettu sem skapar ljúfa ásýnd á karlheimana. Barnslegt myndaspilið, klippimyndir og teikningar eru samhengislausar frásagnir, en fela þó í sér ögrandi merkingu, sé horft til þess að hreinskilni barnsins kemst næst sannleikanum.

  • Ár2017
  • GreinTeiknun, Teiknun - Blönduð tækni
  • Stærð76,5 x 57 cm
  • EfnisinntakBrúðkaup, Karlmaður, Veisla
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniBlek, Grafít, Pappír, Vatnslitur

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17