Úr Kelduhverfi

1934

Sveinn Þórarinsson 1899-1977

LÍ-921

Um fermingu kynntist Sveinn Þórarinsson alþýðulistamanninum Sveinunga Sveinungasyni og átti teikning hug hans allan eftir það. Árið 1919 hélt hann til Reykjavík og naut þar tilsagnar hjá Þórarni B. Þorlákssyni og Ásgrími Jónssyni einn vetur og að því loknu hélt hann sína fyrstu sýningu á Húsavík. Veturinn 1921 til 1922 var hann svo í einkaskóla Guðmundar Thorsteinssonar (Muggs) og á árunum 1925–1928 nam hann við Det Kongelige Akademi for de Skønne Kunster í Kaupmannahöfn, lengst af í málaradeild Ejnars Nielsen. Að loknu námi þar hélt hann í námsferð til Parísar en settist svo að á Íslandi sumarið 1929. Í verkum Sveins gætir nokkuð expressjónískra áhrifa danska skólans en hin þjóðernislega rómantík sem mjög var ríkjandi hér á landi er einnig greinilegur áhrifavaldur. Sveinn málaði töluvert af landslagsmálverkum og er helsta einkenni þeirra örugg myndskipun og næmi fyrir litum. Einnig liggur eftir hann fjöldi verka þar sem samspil manns og náttúru er viðfangsefnið og fyrirmyndin þá oft sótt í sveitalífið og mannlegar athafnir í heimabyggð hans í Þingeyjarsýslu.

  • Ár1934
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð65 x 85 cm
  • EfnisinntakFjall, Landslag
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur
  • Merking gefanda

    Úr safni Markúsar Ívarssonar.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17