Tásluóperan

2018

Arna Óttarsdóttir 1986-

LÍ-9250

Óhátíðlegt og fjörlegt yfirbragð verksins Tásluóperan minnir á myndir barna á aldrinum 8 - 10 ára. Á þessu aldursskeiði horfa þau gjarnan gagnrýnum augum á eigin verk og leita fyrirmynda hjá öðrum um leið og margs konar klisjur og dæmigerðar tilbúnar teikningar setja svip á verk þeirra. Að gera sér mat úr þessu ástandi, meðvitað eða ómeðvitað, kallar á spurningar varðandi túlkun verksins. Eitt er víst að listakonan sækir í brunn berskunnar og fer ótroðnar slóðir í frásögn af skemmtilegum leik barna þar sem tærnar eru persónur og leikendur. Leikur barna getur sprottið af þörf þeirra og viðleitni tl að ná tökum á heimi fullorðinna. Formyndin er pennateikning sem unnin er hratt eins og ósjálfsrátt krot en slíkar teikningar nýtir listakonan til að vefa á láréttan vefstól sem tekur vitaskuld sinn tíma. Þannig vekur hún athygli á sjálfum miðlinum og þeirra natni sem hann krefst. Að vefa augnablik í tíma og rúmi má líkja við að höndla fjórðu víddina.

  • Ár2018
  • GreinTextíllist, Textíllist - Myndvefnaður
  • Stærð250 x 183 cm
  • EfnisinntakLeiksýning, Ópera, Tá, Teikning
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniAkrýl, Bómull, Ull

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17