Veislan

2019

Pétur Magnússon 1958-

LÍ 9409, Pétur Magnússon, Veislan, hestur, kona, folald, barn
LÍ-9409

Myndir spretta fram í hugskoti manns af margvíslegum orsökum og í þessu tilfelli nefnir listamaðurinn meðfylgjandi stöku eða gátu sem hann lærði af móður sinni og ömmu í Mosfellssveitinni:

Sat ég og át

og át af mér,

át það sem ég á sat

og át af því.

Flókin gáta sem getur reynst erfitt að svara en með því að rýna vel í myndina fæst svarið. Um leið hefur Pétur sett fram nokkurs konar allegóríu í ætt við verk Gunnlaugs Scheving, Sumarnótt frá árinu 1959, þar sem sjá má móður með barn við hlið kýrinnar úti í guðsgrænni náttúrunni. Verkið er ofið eftir samsettri ljósmynd sem listamaðurinn stillti upp fyrir með ýmsum kúnstum á Leirunum í Mosfellssveit og má sjá Esjuna í bakgrunni. Ljósmyndaverk Sigurðar Guðmundssonar frá sjöunda áratugnum voru unnin með svipuðum hætti en hér er ljósmyndin yfirfærð í textíl, ofin með góbelínvefnaði í stafrænum vefstól úti í Bandaríkjunum. Hæðin á verkinu er breiddin á vefstólnum. Pétur hefur lengst af unnið verk í anda hugmyndalistar og hér var það hugmyndin sem kallaði á ofið veggteppi.

  • Ár2019
  • GreinTextíllist
  • Stærð195 x 260 cm
  • EfnisinntakEpli, Fjall, Gáta, Hestur, Móðir og barn, Veisla
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniBómull

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17