Efnislandslag

2017-2018

Guðrún Einarsdóttir 1957-

Sýningartexti

Guðrún Einarsdóttir sækir innblástur í málverk sín til íslenskrar náttúru, einkum til ósnortinna víðerna á hálendinu. Verkið Efnislandslag sem Listasafn Íslands keypti árið 2019 er hluti af myndaröð með sama heiti sem Guðrún Einarsdóttir hefur unnið að síðan 2009. Í þessum verkum kannar hún virkni efnanna sem hún vinnur með og innbyrðis verkan olíulita og íblöndunarefna. Ýmist dragast efnin saman eða skiljast að og mynda um leið áhugavert yfirborð, form og litasamsetningar sem leiða hugann að fyrirbærum í náttúrunni og íslensku landslagi. Fyrir tilstuðlan listamannsins á sér því stað nokkurs konar landmótun á striganum sem kallar fram landslag efnisins.

LÍ-9431
  • Ár2017-2018
  • GreinMálaralist - Olíumálverk
  • Stærð180 x 200 cm
  • EfnisinntakAbstrakt, Landslag, Málning, Olíumálverk
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniOlíulitur, Strigi

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17