Óveður í aðsigi, Húsafelli
1943
Ásgrímur Jónsson 1876-1958

- Ár1943
- GreinMálaralist - Olíumálverk
- Stærð80 x 106 cm
- EfnisinntakLandslag, Óveður, Skógur, Tré
- AðalskráMyndlist/Hönnun
- EfniOlíulitur
- Merking gefanda
Gjöf frá listamanninum.
Ásgrímur mun snemma á ferli sínum hafa heillast af Húsafellskógi og e.t.v. þeim andstæðum sem þar er að finna; gróðurinn á móti hrjóstrugu hrauninu og jöklinum í fjarska. Um tíma árið 1941 málaði hann þar í félagi við Þorvald Skúlason og er ekki ólíklegt að það hafi haft áhrif á túlkunarmáta beggja. Ný tilfinningaleg túlkun hjá Ásgrími birtist m.a. í sterkum andstæðum litum sem smurt er þykkt á léreftið. Kræklóttar hríslurnar eru í aðalhlutverki í forgrunni verkanna og bera óblíðum náttúruöflunum vitni í harðri birtu sólarinnar. Hin nýja ferska litanotkun, ásamt ákafri pensilskrift þar sem liturinn flæðir jafnvel út fyrir formið, er í ætt við þann málunarmáta sem sjá má í verkum abstrakt expressjónistanna. Segja má að í þessum verkum sé Ásgrímur jafnframt að rifja upp kynni sín af Van Gogh. Landslagsmálverk Ásgríms frá þessum tíma gefa til kynna dýpri og huglægari túlkun en var að finna í fyrri verkum hans. RP