Undir berum himni - Með Suðurströndinni

Ásgrímur Jónsson

5.2.2016 — 16.9.2016

Málverk eftir Ásgrím Jónsson frá 1915. Verkið heitir Múlakot í Fljótshlíð og sýnir konu við hús og landslag í kring.

Að loknu námi við Konunglega listaháskólann í Kaupmannahöfn hraðar Ásgrímur sér heim til Íslands, frelsinu feginn með tilhlökkun í hjarta. Helsti ásetningur hans var að tengjast landinu á nýjan leik og nýta áunna þekkingu til að mála náttúru landsins og tjá þannig ást sína á landi og þjóð. Fanga augnablikið, hina síhvikulu birtu og mála úti við að hætti „plein air“-málaranna frönsku og gullaldarmálaranna dönsku, en flestir kennarar Ásgríms, svo sem Frederik Vermehren, Otto Bache og Holger Grønvold, voru af Eckersberg-skólanum. C.W. Eckersberg (1783–1853) var einn dáðasti listmálari Dana og um tíma prófessor og skólastjóri Konunglega listaháskólans og eru heiðursverðlaun Akademíunnar kennd við hann. Við heimkomuna árið 1909 sækir Ásgrímur á æskuslóðirnar og síðan áfram austur í Skaftafellssýslur árin 1910, 1911 og 1912. Afrakstur þessara ferðalaga birtist í fjölmörgum olíu- og vatnslitamálverkum þar sem listamaðurinn túlkar hina tæru birtu á meistaralegan hátt. Á sýningunni eru bæði olíu- og vatnslitamyndir frá árunum 1909 til 1928. 


SJÁ HÉR VERK AF SÝNINGUNNI Á HEIMASÍÐU SARPS


Verk eftir Berlinde de Bruyckere , vera situr á háum stalli með sítt hár

21.5.2016 — 4.9.2016

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)