Margpóla

Anna Rún Tryggvadóttir

13.4.2024 — 15.9.2024

Listasafnið

Á sýningunni Margpóla beinir listamaðurinn Anna Rún Tryggvadóttir sjónum sínum að segulsviði jarðarinnar. Hið ósýnilega segulsvið er forsenda alls lífs á jörðinni því það verndar andrúmsloftið fyrir eitruðum geislum sólarinnar. Sjá má í berglögum að segulpólarnir, norður og suður, hafa frá upphafi jarðarinnar verið á reiki og höfuðáttirnar norður, suður, austur og vestur sem við notumst við í dag eru því einungis tímabundið ástand. Skynjun mannfólksins á þessum óútskýrða hverfulleika verður Önnu Rún að yrkisefni í þessari heildstæðu innsetningu tvívíðra og skúlptúrískra verka. Á sýningunni er áhorfendum boðið inn í heim listamannsins þar sem ljóðrænar, heimspekilegar hugmyndir um áttir, segulsviðið og afstæðan tíma ráða ríkjum.

 Anna Rún Tryggvadóttir (1980) lauk BA-námi frá Listaháskóla Íslands árið 2004 og MFA-gráðu í myndlist frá Concordia University of Montreal í Kanada árið 2014. Anna Rún starfar jafnt á Íslandi og í Berlín í Þýskalandi og hefur tekið þátt í fjölda sýninga bæði hér á landi og erlendis.

Salur

3

13.4.2024 15.9.2024

Sýningarstjóri

Pari Stave

Verkefnastjóri sýningar

Vigdís Rún Jónsdóttir

Markaðs- og kynningarmál

Dorothée Kirch

Umsjón með viðburðum og fræðslu

Ragnheiður Vignisdóttir

Umsjón tæknimála og ljósmyndun

Sigurður Gunnarsson

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)