Hafið

20.8.2022 — 2.2.2023

Safnahúsið

Listamenn sem eiga verk á sýningunni

Birgir Andrésson, Birgir Snæbjörn Birgisson, Björg Þorsteinsdóttir, Edvard Munch, Finnur Arnar Arnarson, Finnur Jónsson, Gjörningaklúbburinn, Guðmundur Benediktsson, Gunnlaugur Blöndal, Gunnlaugur Schevings, Halldór Ásgeirsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Hildur Hákonardóttir, Hólmfríður Árnadóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hreinn Friðfinnsson, Jóhannes Kjarval, Jón Stefánsson, Júlíana Sveinsdóttir, Karl Kerúlf Einarsson Dunganon, Kristinn G. Harðarson, Kristín Jónsdóttir, Magnús Sigurðarson, Sindri Leifsson, Valtýr Pétursson

Undur hafsins eru leiðarstef í sýningunni sem að höfðar til fólks á öllum aldri

Málaðir skuggar á gler af fjórum sjómönnum. Fyrir ofan þá fjórar ljósmyndir af sjósköðum. Á gólfinu fyrir framan þá fjórar skálar með lituðu vatni.

Halldór Ásgeirsson 1956-

Frá augnabliki til augnabliks, 1999-2000

LÍ-6244

Hafið er umlykjandi á nýrri sýningu á 2. hæð í Safnahúsinu við Hverfisgötu þar sem fjársjóður íslenskrar myndlistar er aðgengilegur.
Gestum gefst nú tækifæri á að upplifa listaverk sem öll tengjast hafinu og orðræðunni um sjálfbærni.

Safnahúsið

20.8.2022 2.2.2023

Sýningarstjóri

Ásthildur Jónsdóttir

Sýningarteymi

Ásthildur Jónsdóttir

Harpa Þórsdóttir

Dagný Heiðdal

Ragnheiður Vignisdóttir

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Sýningarhönnuður

Axel Hallkell Jóhannesson

Ljósahönnun

Hildiberg

Margmiðlun

Gagarín

Umsjón með fræðslu og viðburðum

Ragnheiður Vignisdóttir

Markaðs- og kynningarmál

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Ljósmyndun og tæknimál

Sigurður Gunnarsson

Uppsetning

Dagný Heiðdal

Gylfi Freeland Sigurðsson

Indriði Arna Ingólfsson

Annahita Asgari

Hreinn Friðfinnsson 1943-

Overture, 1978

LÍ-7306

Heimshöfin hafa víðtæk áhrif á líf okkar á jörðinni. Þau eru öll tengd og þau þekja meira en 70% af yfirborði jarðar. Hafið knýr hnattræn kerfi sem gera jörðina vistvæna fyrir mannkynið. Hafið er í lykilhlutverki hvað varðar vatnsbúskapinn á jörðinni því það tekur þátt í hringrás vatns.

Finnur Jónsson 1892-1993

Morgunn á miðinu, 1927

LÍ-367

Hafið gefur og hafið tekur

Hafið hefur veitt mörgum listamönnum innblástur til listsköpunar. Verkin á sýningunni vísa í ýmsa þætti sem vert er að skoða í samhengi við hafið og hvernig samband manna við hafið hefur breyst. Auðlindir hafsins, baráttan við bárurnar, efling náttúruvitundar, sjálfbærni og síðast en ekki síst undur hafsins eru leiðarstef í sýningunni sem að höfðar til fólks á öllum aldri.

Björg Þorsteinsdóttir 1940-2019

Bárur, 2003

LÍ-9451

Efling náttúruvitundar

Náttúran byggir á viðkvæmu jafnvægi, raskist það t.d. með hlýnun jarðar getur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir líf á jörðinni. Skilningur og þekking eru forsenda þess að geta tekið þátt í að vinna gegn uggvæn­legum afleiðingum af ósjálfbærri hegðun mannsins sem hefur neikvæðar afleiðingar fyrir komandi kyn­slóðir. Forsendur breytinga eru þátttaka allra, sam­vinna og virðing fyrir stað og stund.

28.4.2022 — 2.2.2023

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)