Hula

Sigurður Guðjónsson

10.10.2026 — 24.1.2027

Listasafnið

Verkið Hula (2012) eftir Sigurð Guðjónsson er 60 mínútna samfelld vídeóupptaka, heillandi skráning á svifi sandkorna yfir svartar breiður Skeiðarárssands. Sandstraumarnir líða án afláts eins og þunnur vefnaður yfir bylgjótt landið, sefjandi og að því er virðist endalausir í senn. Það er ætlun listamannsins að verkið skapi áhorfandanum andlegt rými til að slökkva á meðvitundinni og leyfa huganum að reika. 

Hula verður sýnd á stærri skala en áður. Verkið var keypt til safnsins árið 2015.

 

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17