Ljóðvarp

Nína Tryggvadóttir

18.9.2015 — 3.1.2015

Listasafnið
Ljósmynd af listamanninum Nínu Tryggvadóttur með málningarpallettu og pensil í hönd.
Listasafnið

18.9.2015 3.1.2015

Sýningarstjórar

Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson

Á sýningunni verður merkum listferli Nínu Tryggvadóttur (1913–1968) gerð góð skil með fjölda listaverka hennar og útgáfu. Verk Nínu Tryggvadóttur í safneign Listasafns Íslands eru 80 talsins, frá árabilinu 1938–1967, en auk valdra verka úr safneign verða sýnd lánsverk víða að, sem sjaldan eru sýnd, og valin verk í eigu Unu Dóru Copley, einkadóttur listamannsins, sem hafa mörg hver ekki áður verið sýnd á Íslandi.

Nína Tryggvadóttir nam myndlist í Kaupmannahöfn og New York og bjó auk þess í París, Lundúnum og Reykjavík. Aðallega vann hún málverk með olíu á striga en hún er einnig þekkt fyrir barnabækur sínar, pappírsverk og verk úr steindu gleri og mósaík, s.s. í Þjóðminjasafni Íslands, Skálholtskirkju, aðalbyggingu Landsbankans, afgreiðslusal Loftleiða á John F. Kennedy-flugvelli í New York og á Hótel Loftleiðum. Hún var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar, þátttakandi í formbyltingunni í íslenskri myndlist á 5. og 6. áratugnum. Hún sýndi verk sín á fjölda sýninga um heim allan, þeirra á meðal í ICA; Institute of Contemporary Arts, London, Palais des Beaux-Arts í Brussel og New Art Circle Gallery í New York. Hún er einn fjögurra íslenskra listamanna sem eiga verk í eigu MoMA; Museum of Modern Art í New York, auk þess sem verk hennar eru í eigu fjölda annarra listasafna og einstaklinga um heim allan.

Sjálfsmynd listamannsins Ásgríms Jónssons frá 1947, vatnslitamynd

11.10.2015 — 29.11.2015

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17