Ógnvekjandi Náttúra - Haustsýning í safni Ásgríms Jónssonar

Ásgrímur Jónsson

2.10.2016 — 29.4.2018

Flótti undan eldgosi, Ásgrímur Jónsson, LÍÁJ 312, Flight from Volcanic Eruption, Kötluhlaup, Landslagsmyndir, vatnslitur

Í stórbrotnum verkum er sýna menn og dýr á flótta undan náttúruhamförum má skynja innri átök listamannsins sem tengir okkur við líf hans og starf, sælu og þjáningar sem fylgja sköpunarferlinu þar sem slegið er á nýja strengi. Saga fátæks bóndasonar sem verður einn dáðasti listmálari þjóðarinnar er ævintýri líkust. Fjölbreytt efnistök vitna um stöðuga leit listamannsins að tjáningarformi sem hæfði ólíkum viðfangsefnum, allt frá staðbundnum landslagsmyndum til túlkunar á sagnaarfinum, íslenskum þjóðsögum og ævintýrum auk náttúruhamfara. Eldgosamyndirnar svonefndu eru byggðar á frásögnum og eigin reynslu listamannsins þar sem hann gefur okkur hlutdeild í tilveru á mörkum ímyndunar og raunveru sem vitnisburð um að tilveran er fallvölt. 

Á sýningunni má sjá olíumálverk, vatnslitamyndir og teikningar er spanna allan feril listamannsins.

Verkin á sýningunni eru aðgengileg á Sarpur.is

Myndstilla úr verki Joan Jonas, sýnir þrjár fígúrur og hendi í hanska.

26.10.2016 — 26.2.2017

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17