Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir
Samsýning
12.4.2025 — 14.9.2025

Í safneign Listasafns Íslands leynast nokkur fölsuð verk sem hafa borist safninu með margvíslegum hætti. Undanfarin misseri hafa starfsmenn safnsins rannsakað þessi verk og hefur þá margt forvitnilegt komið í ljós. Markmið sýningarinnar er að auka vitneskju almennings um málverkafalsanir.
Á sýningunni verða sagðar níu sögur af fölsuðum verkum sem hafa ratað til safnsins með ýmsum hætti. Á sýningunni eru bæði verk fölsuð frá grunni og verk sem er breytt með falsaðri áritun auk ófalsaðra verka til samanburðar eftir fjóra af frumkvöðlum íslenskrar myndlistar.
Leiðsögn sýningarstjóra
Sýningarstjórinn Dagný Heiðdal og forvörðurinn Ólafur Ingi Jónsson taka á móti gestum og leiða um sýninguna Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir.
sun, 13. apríl 14:00—15:00
sun, 11. maí 14:00—15:00
Námskeið
Afhjúpun blekkingar — Um eftirlíkingar og falsanir
Með sýningunni Ráðgátan um Rauðmagann og aðrar sögur um eftirlíkingar og falsanir vill Listasafn Íslands stuðla að vitundarvakningu varðandi listaverkafalsanir hér á landi og kynna rannsóknaraðferðir sem varpa ljósi á uppruna verka.
Á námskeiðinu Afhjúpun blekkingar — Um eftirlíkingar og falsanir miðla sérfræðingar safnsins þekkingu sinni til þátttakenda þannig að þekking þeirra dýpki til muna á viðfangsefni námskeiðsins. Námskeiðið byggir á sögulegum staðreyndum sem og raundæmum úr safneign Listasafns Íslands.

Salur
2
12.4.2025 — 14.9.2025
Sýningarstjórar
Dagný Heiðdal og Ólafur Ingi Jónsson
Kynningarmynd
Orla Valdemar Borch (áður eignuð Jóhannesi Kjarval)
Rauðmagi, án ártals
LÍ-ÞGIG 2
