Glerregn

Rúrí

4.3.2023 — 1.10.2023

Listasafnið

Glerregn er innsetning frá árinu 1984 og er eitt fyrsta verk Rúríar í röð margra sem fjalla um tíma og ógnir.

Pólitíska vitund Rúríar á rætur sínar að rekja til frétta úr útvarpi í upphafi kalda stríðsins. Það andrúmsloft sem ríkti í heiminum á sjötta og sjöunda áratugnum birtist hér á landi í fréttaflutningi útvarpsins. Frásagnir af styrjöldum í Austurlöndum og vopnuðum innrásum í Austur-Evrópu og víðar ásamt uppgjöri tengdu útrýmingarbúðum voru daglegt brauð. Þá var vitneskjan um tilvist gereyðingarvopna beggja vegna Atlandsála ekki til að draga úr þeim ótta að friðurinn væri gálgafrestur. Rúrí tilheyrir fyrstu kynslóðinni sem óx úr grasi þess meðvituð að maðurinn gæti sjálfur eytt öllu lífi í kringum sig á svipstundu ef hann kærði sig um það. Þessi vitneskja hefur mótað viðhorf Rúríar sem myndlistarmanns en í mörgum verka Rúríar má sjá afstöðu hennar til stríðsreksturs og ofbeldis.

Listamaðurinn Rúrí (1951) tilheyrir fámennum hópi íslenskra myndlistarmanna sem taka afgerandi pólitíska afstöðu í verkum sínum.

Verkið samanstendur af 500 hnífskörpum glerjum, sem hvert um sig endar í oddi og hanga mislöng glerin í þyrpingu sem nær frá lofti og niður í gólf. Hvert gler hangir í glærum þræði svo þegar gengið er hjá verkinu fer loftið á hreyfingu og glerin taka að snúast á þráðunum. Til þess að skynja verkið til fulls þarf áhorfandinn að stíga inn í glerregnið og þræða leið um oddhvöss glerbrot. Með því að ganga inn í verkið verður áhorfandinn fyrir upplifun sem ekki fæst með því aðeins að horfa og þegar hvöss glerin ljúkast um áhorfandann virðist ógnin nánast áþreifanleg.

Í verkinu Glerregn frá 1984 koma þessar hugsanir fram með skýrum og eindregnum hætti.

Glerregn

Salur

1

4.3.2023 1.10.2023

Verkefnastjóri sýninga

Vigdís Rún Jónsdóttir

Umsjón með viðburðum og fræðslu

Ragnheiður Vignisdóttir

Markaðs- og kynningarmál

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Forvarsla

Steinunn Harðardóttir

Uppsetning

Gylfi Sigurðsson

Indriði Ingólfsson

Magnús Helgason

Steinunn Harðardóttir

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)