Skartgripir Dieters Roth

Dieter Roth

5.6.2022 — 22.1.2023

Listasafnið

Salur

2

5.6.2022 22.1.2023

Sýningarstjóri

Björn Roth

Sýningarnefnd

Harpa Þórsdóttir

Vigdís Rún Jónsdóttir

Sýningarhönnuður

Helgi Már Kristinsson

Verkefnisstjóri viðburða og fræðslu

Ragnheiður Vignisdóttir

Markaðs- og kynningarmál

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Ljósmyndun verka

Sigurður Gunnarsson

Ráðgjafi

Guðmundur Oddur Magnússon - Goddur

Uppsetning

Helgi Már Kristinsson

Björn Roth

Guðmundur Oddur Magnússon - Goddur

Ísleifur Kristinsson

Í samvinnu með

Dieter Roth (1930—1998) var í senn brautryðjandi sem virti engar takmarkanir, hugsuður, frumkvöðull, skáld, tónlistarmaður, kvikmyndagerðarmaður og myndlistarmaður. Færri vita að hann vakti jafnframt athygli fyrir nýstárlega skartgripasmíði sem hann hóf að fást við á Íslandi seint á sjötta áratug síðustu aldar.

Fyrstu skartgripirnir sem Dieter hannaði voru unnir í samstarfi við konu hans, Sigríði Björnsdóttur, heima á eldhúsborðinu og fljótlega bauðst þeim betri aðstaða á verkstæði Halldórs Sigurðssonar gullsmiðs að Skólavörðustíg 2.

Skartgripi Dieters, sem hann gerði gjarnan úr skrúfum, boltum og öðrum mekanískum hlutum, mátti setja saman á mismunandi vegu og breyta þeim. Nálgun hans við skartgripagerð var hin sama og einkenndi myndlist hans; að nýta ýmiss konar efni sem almennt var talið rusl eða úrgangur og umbreyta því. Engir þessara muna eru eins, Dieter þekkti eiginleika efniviðarins og vann hugmyndir sínar beint í hann.


Viðtal við Björn Roth

Á sjöunda áratug síðustu aldar hófu Dieter Roth og svissneski gullsmiðurinn Hans Langenbacher samstarf, en þeir hittust fyrst á vinnustofu Jóns Sigmundssonar gullsmiðs í Reykjavík 1958 og hrifust mjög af vinnubrögðum, efnisnotkun og færni hvor annars.

Árið 1958 kynntist Dieter Roth svissneska gullsmiðnum Hans Langenbacher á leið sinni til Reykjavíkur og í kjölfarið hófu þeir samstarf. Dieter fluttist til Íslands 1957 ásamt konu sinni Sigríði Björnsdóttur og hóf fljótlega að reyna fyrir sér sem hönnuður. Fyrstu skartgripirnir sem Dieter hannaði voru unnir í samstarfi við konu hans heima á eldhúsborðinu og brátt bauðst þeim betri aðstaða á verkstæði Halldórs Sigurðssonar gullsmiðs að Skólavörðustíg 2. Langenbacher fullyrti að á þessum tíma hefðu ekki fengist neinir skartgripir sem bjuggu yfir stílhreinni, ferskri hönnun og voru jafnframt á viðráðanlegu verði. Dieter formaði úr víralengju fallega hringi sem voru spírallaga, í antíkstíl og gerðir af mikilli nákvæmni. Þetta voru breytanlegir hringir og útlitinu breytt með því að skipta um glerkúlu eða spenna hringinn upp og færa glerkúluna til svo lögunin á hringnum breyttist.

Viðtal við Sigríði Björnsdóttur

Leiðir Dieters og Langenbachers skildu þegar sá síðarnefndi flutti heim til Sviss árið 1961. Nokkrum árum síðar eða árið 1967 rákust þeir félagar hvor á annan í Luzern í Sviss og ákváðu að endurvekja samstarfið sem hófst með bréfaskriftum á milli Íslands og Sviss (sjá í sýningarborði). Í þessum bréfum er að finna skissur Dieters að skartgripum sem Langenbacher svaraði á móti með athugasemdum. Afrakstur þessara bréfaskrifta varð samsýning á skartgripum þeirra árið 1971 og önnur árið 1975. Allt voru þetta seríur af breytanlegum hringum, sem sýnir frekari þróun á hönnun skartgripa Dieters. Skartgripir hans flokkast undir að vera módelskartgripir enda engir tveir eins – þeir eru á mörkum hönnunar og skúlptúrgerðar. Hann gerði ekki alltaf skissur að verkum sínum heldur vann hugmyndir sínar beint í efniviðinn og mótaði hvern hlut í höndunum. Þessi einstöku verk endurspegla formheim og áhuga Dieters á því að gera tilraunir með ýmis efni og óvenjulegar aðferðir við smíðina.

Í Listasafni Íslands gefst nú í fyrsta sinn tækifæri til að leiða einstaka skartgripi Dieters augum í heildstæðu samhengi. Sýningin ber tilraunagleði myndlistarmannsins og óvenjulegum vinnuaðferðum hans glöggt vitni og varpar nýju ljósi á verk þessa einstaklega fjölhæfa listamanns.


© Dieter Roth Estate 

Courtesy Hauser & Wirth and Dieter Roth Foundation, Hamburg

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)