Snertifletir
Samsýning
31.1.2026 — 10.5.2026

Snertifletir: Samhljómur myndlistar á Íslandi frá 1970
Sýning sem hverfist um landslagslist, mínímalisma og konseptlist á Íslandi frá áttunda áratugnum og fram á fyrsta áratug 21. aldar.
Á sýningunni verða verk íslenskra listamanna, en einnig verk erlendra listamanna sem sóttu landið heim á þessum tíma og mynduðu iðulega sterk tengsl við íslenskt listafólk og safnara.
Sýningunni stýra þau Gavin Morrison og Pari Stave, aðalsýningarstjóri Listasafns Íslands, og sækja þau í ríkulega safneign Listasafns Íslands, auk þess sem lykilverk verða fengin að láni frá einkasöfnurum í Reykjavík.
Meðal annars verða sýnd verk eftir Carl Andre, Birgi Andrésson, Ingólf Arnarsson, Hamish Fulton, Kristján Guðmundsson, Georg Guðna, Roni Horn, Roger Ackling, Richard Long, Rögnu Róbertsdóttur, Richard Serra, Lawrence Weiner og Ívar Valgarðsson.
Salur
4
31.1.2026 — 10.5.2026
Sýningarstjórar
Pari Stave og Gawin Morrison
Kynningarmynd
Ragna Róbertsdóttir
Án titils, 1993
LÍ-7295
Richard Long
Sea Lava Circle, 1988
Úr einkasafni Rögnu Rórbertsdóttur