Stattu og vertu að steini! Þjóðsögur í íslenskri myndlist

Samsýning

18.10.2024 — 25.5.2025

Safnahúsið

Listasafn Íslands geymir margan fjársjóðinn sem vert er að draga fram í dagsljósið. Þjóðsagnaverk í safneign Listasafns Íslands veita ómetanlega innsýn í mikilvægan þátt í sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Viðfangefnið hefur verið listamönnum innblástur í aldanna rás, frá upphafi 20. aldar til dagsins í dag.

Ritun þjóðsagna hófst í Evrópu á fyrri hluta 19. aldar í kjölfar söfnunar Grimms-bræðra í Þýskalandi. Hér á landi komu Íslenzkar þjóðsögur og Æfintýri sem Jón Árnason tók saman út í tveimur bindum 1862-64 og hlutu mikla útbreiðslu. Sögurnar urðu landsmönnum meðal annars innblástur í sjálfstæðisbaráttunni og áttu mikinn þátt í þjóðlegri vakningu á ýmsum sviðum.

Þjóðsögur eru frásagnir sem hafa lifað í munnmælum mann fram af manni og sagðar til skemmtunar og menntunar. Sagnaminni þjóðsagna eru oft fjölþjóðlegt en iðulega gefa þær innsýn í samfélagið sem fóstrar þær. Bregða íslenskar þjóðsögur því upp einstökum myndum af sambýli landsmanna við harðbýla náttúru og ógnvekjandi umhverfi hér á landi. Sögurnar endurspegla gjarnan viðhorf, siðferði og trú almennings á hverjum tíma og kenna æskilega breytni, hvernig bregðast má við hinu óþekkta og vinna bug á ótta.

Safnahúsið

18.10.2024 25.5.2025

Listamenn

Ásgrímur Jónsson
Finnur Jónsson
Guðmundur Thorsteinsson – Muggur
Hulda Hákon
Jóhannes S. Kjarval
Jón Stefánsson
Matthías Rúnar Sigurðsson

Sýningarstjorar

Pari Stave, Ragnheiður Vignisdóttir

Forvarðsla

Nathalie Jacqueminet, Steinunn Harðardóttir

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17