Stattu og vertu að steini!

Samsýning

1.2.2026 — 31.12.2026

Safnahúsið

Stattu og vertu að steini!

Hinn ríkulegi og framandi myndheimur íslenskra þjóðsagna hefur frá upphafi 20. aldar verið óþrjótandi innblástur fyrir íslenska myndlistarmenn. Þjóðsagnaarfurinn er órjúfanlegur hluti þjóðarsálarinnar og sögurnar, sem bæði hafa verið sagðar til fróðleiks og skemmtunar í gegnum aldirnar, lifa áfram í sameiginlegu minni þjóðarinnar.

Í safneign Listasafns Íslands má finna hundruð listaverka sem endurspegla þennan sagnaheim. Þar á meðal eru fjölmörg verk frumkvöðuls íslenskrar málaralistar, Ásgríms Jónssonar (1876 – 1958), sem fyrstur Íslendinga myndlýsti þjóðsögurnar og varð þannig öðrum listamönnum hvatning og fyrirmynd.

Á sýningunni eru valin verk úr safneign Listasafns Íslands sem með ólíkum hætti fjalla um þjóðsögur og sagnaheiminn þeim tengdum. 

Listamenn

  • Ásgrímur Jónsson
  • Bjargey Ólafsdóttir
  • Björg Þorsteinsdóttir
  • Egill Sæbjörnsson
  • Finnur Jónsson
  • Guðmundur Thorsteinsson – Muggur
  • Hildur Hákonardóttir
  • Hrafnkell Sigurðsson
  • Hulda Hákon
  • Jóhannes S. Kjarval
  • Jón Stefánsson
  • Matthías Rúnar Sigurðsson
  • Svavar Guðnason
  • Tryggvi Magnússon
Safnahúsið

1.2.2026 31.12.2026

Sýningarstjóri

Ragnheiður Vignisdóttir

Forvarsla

Nathalie Jacqueminet, Steinunn Harðardóttir

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17