Kjarval á Austurlandi

Skaftfell myndlistarmiðstöð

17.6.2025 — 4.10.2025

Skaftfell myndlistarmiðstöð

 Sýningin Kjarval á Austurlandi er samvinnuverkefni Listasafns Íslands og Skaftfells, miðstöðvar myndlistar á Austurlandi. Í Skaftfelli á Seyðisfirði verða til sýnis á annan tug landslagsmynda frá Austurlandi eftir Jóhannes S. Kjarval úr fórum Listasafns Íslands. Á Borgarfirði eystri eru æskustöðvar Kjarvals og þangað lagði hann oft leið sína á fullorðinsárum og sótti þá efnivið verka sinna til hins tignarlega landslags á Austurlandi. Á sýningunni verða verk sem spanna tímabilið frá 1919 til um 1950; olíumálverk sem og vatnslita- og grafíkmyndir. Sum verkanna birta sýn Kjarvals á þekkjanlega staði, svo sem Dyrfjöll og Strandatind á Seyðisfirði, en önnur skírskota til alþýðutrúar og birta ímyndunarauðgi listamannsins og tilraunahneigð í efnistökum.

Skaftfell myndlistarmiðstöð

17.6.2025 4.10.2025

Sýningarstjórar

Anna Jóhannsdóttir og Pari Stave

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17