Valin portrett í safneign Listasafns Íslands - Frá sveitungum til sjálfskota

21.7.2015 — 1.11.2015

Listasafnið
Portrett af stúlku

Í safneign Listasafns Íslands eru skráðar um 1.000 mannamyndir eftir íslenska og erlenda listamenn, allt frá fyrri öldum til dagsins í dag. Á sýningunni má sjá valin portrett úr safneigninni sem sýna breiddina í þessu sígilda viðfangsefni, sem rekja má að minnsta kosti 26.000 ár aftur í tíðina. Á sýningartímanum býður fræðsludeild Listasafns Íslands gestum að rýna í mannamyndina út frá sögulegu og persónulegu sjónarmiði, í fylgd með valinkunnum viðmælendum.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)