smárit og árbækur


SMÁRIT LISTASAFNS ÍSLANDS


Ragna Róbertsdóttir. Á mörkum hins sýnilega

Rit gefið út í tengslum við sýningu Rögnu Róbertsdóttur (f. 1966) í Listasafni Íslands 1. febrúar-16. mars 2003.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2003. 24 bls.

Verð 450 kr.Roni Horn

Rit gefið út í tengslum við sýningu bandaríska ljósmyndarans Roni Horn (f. 1955) í Listasafni Íslands 4. febrúar-5. mars 1999.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2000. 20 bls.

Uppseld.Nan Goldin

Rit gefið út í tengslum við sýningu bandaríska ljósmyndarans Nan Goldin (f. 1953) í Listasafni Íslands 30. september-24. október 1999.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 1999. 16 bls.

Uppseld.Janieta Eyre

Rit gefið út í tengslum við sýningu ensku listakonunnar Janieta Eyre (f. 1966) í Listasafni Íslands 19. mars-18. apríl 1999.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 1999. 16 bls.

Uppseld.Inez van Lamsweerde

Rit gefið út í tengslum við sýningu hollensku listakonunnar Inez van Lamsveerde (f. 1963) í Listasafni Íslands 12.febrúar-14. mars 1999.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 1999. 16 bls.

Uppseld.Milli tveggja heima. Myndlist Eiríks Smith 1963-1968

Eiríkur Smith (f. 1925) stundaði nám við Handíða- og myndlistaskólann 1946-48 og einkaskóla Rostup Bøyesen í Kaupmannahöfn 1948-50. Námsdvöl í París 1950-51. Eiríkur hélt fyrstu málverkasýningu sína í Hafnarfirði 1948, hefur síðan haldið margar stórar sýningar og orðið einn þekktasti listamaður þjóðarinnar. 1996 efndi Listasafn Íslands til yfirlitssýningar á abstraktmálverkum Eiríks frá tímabilinu 1963-68 og lýsir bókin því tímabili í máli og myndum.

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1996. 84 bls.

Verð 1.490 kr. / Tilboðsverð 980 kr.


Lífið er saltfiskur. Veggmyndir Kjarvals í Landsbanka Íslands

Jóhannes S. Kjarval (f. 1885) málaði stórar veggmyndir á annarri hæð í byggingu Landsbanka Íslands við Austurstræti í Reykjavík á árunum 1924-25.  Myndirnar eru hylling til sjávarútvegsins og lýsa sjósókn og fiskvinnslu. (Á fyrstu hæð bankans hafði Jón Stefánsson nokkru áður málað hyllingu sína til landbúnaðarins). Árið 1994 fundust frumteikningar hans að veggmyndunum. Á árunum 1934-36 og um 1960 málaði Kjarval líka allmargar saltfiskmyndir. Bókin lýsir þessum verkum í máli og myndum.

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1996. 82, [5] bls.

Verð 1.490 kr. / Tilboðsverð 980 kr.


Guðmundur Benediktsson. Járn / viður / eir

Bók um einn helsta myndhöggvara Íslendinga, þar sem sérstaklega eru tekin fyrir þrjú skeið á listferli hans, óhlutbundnar járnmyndir frá sjötta áratugnum, eirmyndir frá áttunda áratugnum og viðarskúlptúrar frá allra síðustu árum. Bókin inniheldur viðtal við Guðmund (f. 1920) eftir Aðalstein Ingólfsson listfræðing, fjölda ljósmynda og aðrar upplýsingar.

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1995. 80 bls.

Verð 1.490 kr. / Tilboðsverð 980 kr.


N. Tryggvadóttir. Náttúrustemmningar 1957-1967 


Bók um þróun myndlistar Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) á árunum 1957-1967, þegar hún hóf að steypa saman áhrifum erlendrar abstraktlistar og formum úr íslensku landslagi. Í bókinni er að finna ritgerð um þetta skeið á listferli Nínu eftir Aðalstein Ingólfsson, fjölda mynda og ítarlega heimildaskrá ásamt lista yfir helstu verk.

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1995. 103 bls.

Uppseld.


Ásgerður Búadóttir. Sem vefnum gegnir

Bók um veflistaverk Ásgerðar Búadóttur (f. 1920), eins þekktasta myndlistarmanns sinnar kynslóðar. Í bókinni er að finna litmyndir af verkum hennar, grein um listferil hennar eftir Aðalstein Ingólfsson og viðtöl við hana, ásamt upplýsingum um æviatriði.

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1994. 60, [3] bls.

Verð 1.490 kr. / Tilboðsverð 980 kr.


Stofngjöf Listasafns Íslands

Bókin var gefin út í tilefni þess að 110 ár voru liðin frá því að Björn Bjarnarson (1853-1918) safnaði saman og gaf íslensku þjóðinni þá stórbrotnu listaverkagjöf sem seinna varð til þess að Listasafn Íslands var stofnað árið1884. Bera Nordal rekur tildrög þessa. Í bókinni er einnig birt grein Björns "Söfn vor" og rakinn æviferill hans. Í bókinni eru litmyndir af öllum þeim verkum sem teljast til stofngjafarinnar.

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1994. 79 bls.

Verð 1.490 kr. / Tilboðsverð 980 kr.


Bragi Ásgeirsson. Líf í grafík

Bókin er úttekt á fjölbreytilegu framlagi Braga Ásgeirssonar (f. 1931) til grafíklistarinnar á Íslandi. Í bókinni er ítarleg grein um listamanninn eftir Aðalstein Ingólfsson, minningabrot eftir Einar Hákonarson, svo og greinar eftir Braga sjálfan. Einnig er að finna skrá yfir öll grafíkverk Braga, helstu sýningar og æviatriði.

Ritstjóri Bera Nordal

Reykjavík 1993. 63 bls.

Verð 1.490 kr. / Tilboðsverð 980 kr.


árbækur listasafns íslands


Árbók Listasafns Íslands 1990-92, 3. árgangur.

Árbók þessi er tileinkuð Birni Th. Björnssyni sjötugum. Bera Nordal skrifar um útskornar rostungstennur. Guðbjörg Kristjánsdóttir skrifar um Maríumynd frá Aðalvík á Ströndum. Júlíana Gottskálksdóttir segir frá þeim viðbrögðum sem fyrsti íslenski abstraktmálarinn, Finnur Jónsson, fékk er hann kom heim frá námi.

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1993. 196 bls.

Verð 3.100 kr. / Tilboðsverð 690 kr.


Árbók Listasafns Íslands 1989, 2. árgangur.

Bera Nordal ritar stutta grein um íslenska myndlist erlendis. Júlíana Gottskálksdóttir fjallar um Listvinafélag Íslands sem var stofnað 1916. Hrafnhildur Schram tekur til umfjöllunar Sturluhlaup (1900) Ásgríms Jónssonar. Viktor Smári Sæmundsson reifar helstu atriði varðandi aldursgreiningu málverka. Rakel Pétursdóttir segir frá samspili bóknáms og sjónrænnar reynslu barna.

Ritstjóri Bera Nordal

Reykjavík 1990. 152 bls.

Verð 2.100 kr. / Tilboðsverð 690 kr.


Árbók Listasafns Íslands 1988 , 1. árgangur.

Í fyrstu árbók safnsins fjalla Júlíana Gottskálksdóttir og Hrafnhildur Schram um túlkun Ásgríms Jónssonar listmálara á þjóðsögunni um nátttröllið. Hörður Ágústsson fjallar um dr. Selmu Jónsdóttur. Bera Nordal segir frá Gullfjöllum Svavars Guðnasonar listmálara. Ríkulega myndskreyttur kafli er um aðföng og starfsemi safnsins. 

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1989. 142 bls. 

Verð 1.500 kr. / Tilboðsverð 690 kr.