á erlendum málum


Confronting Nature. Icelandic Art of the 20th Century

Vönduð bók á ensku sem gefin var út í tilefni sýningar Corcoran listasafnsins í Washington D.C. á íslenskri myndlist 13. okt. – 26. nóv. 2001. Sérfræðingar í myndlist frá Íslandi og Bandaríkjunum eiga greinar í bókinni og einnig eru í henni kynningartextar um alla listamennina 24 sem tóku þátt í sýningunni og myndir af verkum þeirra.

Jacquelyn Days Serwer, yfirsýningarstjóri Corcoran safnsins, ritar formála. Ólafur Kvaran, safnstjóri Listasafns Íslands, ritar formála. Arthur C. Danto, fyrrum prófessor í heimspeki við Columbia-háskóla, skrifar greinina „Impressions of Iceland.“ Martica Sawin, listgagnrýnandi og fyrrum prófessor í listasögu við Parsons School of Design, skrifar greinina „Updating the Nordic Sublime.“ Auður Ólafsdóttir, listfræðingur og lektor við Háskóla Íslands, skrifar greinina „Visions of Nature in Icelandic Art.“

Í bókinni eru umsagnir um og litmyndir af verkum eftirfarandi listamanna: Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes Kjarval, Júlíana Sveinsdóttur, Jóhann Briem, Gunnlaugur Scheving, Louisa Matthíasdóttir, Svavar Guðnason, Jóhann Eyfells, Nína Tryggvadóttir, Kristján Davíðsson, Erró, Sigurður Guðmundsson, Steina Vasulka, Finnbogi Pétursson, Ragna Róbertsdóttir, Helgi Þorgils Friðjónsson, Georg Guðni Hauksson, Sigurður Árni Sigurðsson, Hrafnkell Sigurðsson, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Ólafur Elíasson.

Ritstjórar Ólafur Kvaran og Karla Kristjánsdóttir.

Reykjavík 2001. 99 bls.

Verð 3.420 kr. / Tilboðsverð 1.890 kr.


La metafora della natura. Quattro pittori islandesi. Jóhannes S. Kjarval, Gunnlaugur Scheving, Kristján Davíðsson, Helgi Þorgils Friðjónsson

Sýningarskrá gefin út í tilefni af sýningu á fjórum íslenskum málurum í Museo Nazionale di Castel Sant' Angelo í Róm í nóvember 1998 - janúar 1999. Ólafur Kvaran skrifar aðfararorð, Ólafur Gíslason um listamennina og Júlíana Gottskálksdóttir um æviatriði þeirra.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 1998. 31 bls.

Verð 390 kr.


Landscapes from a High Latitude. Icelandic Art 1909-1989

Útgáfan er samstarfsverkefni Listasafns Íslands og Brighton Polytechnic Gallery. Bókin var gefin út samhliða sýningu á íslenskri myndlist sem sett var upp víðsvegar um Bretland. 

Höfundar efnis eru Magnus Magnusson: „Foreword." Julian Freeman: „Editor's Preface." Bera Nordal: „Introduction." Sigurður A. Magnússon: „A bird's-eye view of Icelandic culture." Halldór Björn Runólfsson: „Reflections on Icelandic art." John Russell Taylor: „Symbolism: The Constant Strain in Icelandic Art." Michael Tucker: „Not the Land, but an Idea of a Land."

Ritstjóri Julian Freeman.

London 1989. 135, [1] bls.

Verð 1.950 kr.