erlendir listamenn


Kona / Femme; Louise Bourgeois

Bókin er gefin út í tengslum við sýninguna KONA / FEMME; Louise Bourgeois (27.5.2011 - 11.9.2011). Höfundar greina: Halldór Björn Runólfsson og Kristín Marja Baldursdóttir. Bókina prýða litmyndir af listaverkum Louise Bourgeois og listamanninum auk æviágrips. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritnefnd: Halldór Björn Runólfsson, Svanfríður Franklínsdóttir, Wendy Williams, Jerry Gorovoy, Laura Bechter og Angelika Felder. 

Reykjavík 2011. 94, [2] bls.

Verð 3.900 kr. / Tilboðsverð 1.980 kr.


Frelsun litarins

Bók gefin út í tilefni sýningarinnar Frelsun listarins / Regard Fauve (15.12. 2006 - 25.2. 2007) sem kom frá Musée des Beaux-Arts í Bordeaux í Frakklandi. Francoise Garcia skrifar grein um fauvismann og Ólafur Kvaran um Jón Stefánsson. Bókina prýða 33 litmyndir af verkum á sýningunni og þar af eru 2 myndir af verkum eftir Jón Stefánsson. Bókin er á íslensku.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2007. 43 bls.

Verð 1.690 kr. / Tilboðsverð 890 kr.


Í nærmynd/Close-up. Bandarísk samtímalist úr Astrup Fearnley listasafninu.

Skráin er gefin út í tilefni sýningarinnar Í nærmynd/Close-up. Bandarísk samtímalist þar sem sýnd voru verk ellefu heimsþekktra bandarískra listamanna sem markað hafa djúp spor í alþjóðlegt listalíf undanfarna þrjá áratugi. 

Listamennirnir Andy Warhol, Duane Hanson, Jeff Koons, Cindy Sherman, Sherrie Levine, Felix Gonzalez-Torres, Bruce Nauman, Robert Gober, Louise Lawler, Richard Prince og Charles Ray fjalla um mikilvægar spurningar sem varða tengslin milli listarinnar og veruleikans og mætti lýsa sem fagurfræði hversdagsins. Verkin ýmist vísa til, umbreyta eða sviðsetja upp á nýtt þann veruleika sem birtist í hlutum og táknum samfélagsins eða í listasögunni. 

Sýningin beinir athyglinni sérstaklega að þeirri hlutbundnu og raunsönnu list sem hefur þróast í Bandaríkjunum á síðastliðnum 30 árum. Þessi list er hluti af póstmódernísku samhengi og einkennist af yfirtöku (e. appropriation) og endurnýtingu á þekktum hugmyndum, fyrirmyndum og hlutum, menningarlegum og félagslegum siðvenjum. En hún endurspeglar einnig hversdagsgoðsagnir samtímans á aðgengilegan og athyglisverðan hátt, oft með kröftugri samfélagsádeilu undir niðri.

Ritstjórar Gunnar B. Kvaran og Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2004. 55 bls.

Verð 1.800 kr. / Tilboðsverð 790 kr.


Löng og margþætt saga. Flúxus í Þýskalandi 1962-1994

Sýningarskrá gefin út í tilefni af sýningunni Löng og marþætt saga Flúxus í Þýskalandi 1962-1994 sem haldin var í Listasafni Íslands 30.01. – 14.03. 2004. Samhliða sýningunni var sett upp sýningin Flúxtengsl – íslensk verk 1964-2001.

Reykjavík 2004. 12 bls.

Uppseld.
Hin nýja sýn. Rússnesk list frá raunsæi til framúrstefnu úr Tretjakov-safninu í Moskvu (1880-1930)

Sýningarbók um rússnesku sýninguna Hin nýja sýn frá Tretjakov-safninu í Moskvu. (27. apríl-16. júní 2002). Í bókinni eru myndir af öllum verkum á sýningunni og textar um þau, myndir af listamönnunum og rakinn ferill þeirra. Einnig eru í ritinu yfirlitsgreinar um rússneska myndlist 1880-1930 og hún sett í samhengi við alþjóðlega strauma.

Ritstjórar íslensku útgáfunnar Karla Kristjánsdóttir og Lára Aðalsteinsdóttir.

Reykjavík. 2002. 206, [1] bls.

Verð 3.950 kr. / Tilboðsverð 890 kr.

Náttúrusýnir/Naturvisjoner/Visions de la nature. Collection du Petit Palais, Paris

Aldrei hefur verið jafn mikil aðsókn á nokkra sýningu í Listasafni Íslands eins og Náttúrusýnir sem var haldin þar í mars-apríl 2001. Sýningin kom frá Petit Palais safninu í París og henni voru verk frá 17., 18. og 19. öld., fyrst og fremst eftir franska listamenn; meðal annars Vernet, Courbet, Sisley, Pissarro, Monet, Denis og Cézanne, en einnig eftir belgíska, hollenska og danska listamenn, þar á meðal van Bloemen, Both, Ruisdael, Everdingen og Brokman.

Sýningunni var skipt í þemu og tók hvert þeirra fyrir ákveðið sjónarhorn listamannanna á náttúruna. Elstu verkin á sýningunni tilheyra klassíska tímabilinu í listasögunni, þegar akademísk viðhorf voru enn í fullu gildi, en þau yngstu voru eftir frumherja nútímalistarinnar. Sýningin náði þannig einnig yfir tímabil ólíkra viðhorfa til náttúrunnar.

Ritstjórar Margrét Elísabet Ólafsdóttir og Grete Årbo.

Reykjavík og Bergen 2001. 172 bls.

Verð 3.700 kr. / Tilboðsverð 960 kr.


Claudio Parmiggiani

Bókin var gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Claudio Parmiggiani í Listasafni Íslands 29.01.-28.02. 2000. Í bókinni er texti eftir ítalska heimspekinginn Gianni Vattimo, "Skáldskapur fjarverunnar".

Ritstjóri Ólafur Gíslason.

Mílanó 2000. 63 bls.

Verð 1.800 kr. / Tilboðsverð 580 kr.

80/90. Speglar samtímans. Verk frá Museet for samtidskunst í Ósló

Bókin var gefin út í tengslum við sýningu á úrvali verka frá Museet for samtidskunst í Ósló í Listasafni Íslands 1998. Í bókinni eru textar eftir Audun Eckhoff, "80/90. Verk frá Museet for samtidskunst í Ósló", og Gianni Vattimo, "Listasafnið og upplifun listar á tímum póstmódernismans." Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 1998. 70 bls.

Verð 1.900 kr. / Tilboðsverð 490 kr.

Max Ernst

Sýningarskrá gefin út í tilefni af sýningu á verkum Max Ernst í Listasafni Íslands 17. maí - 28. júní 1998. Sýningin var haldin í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 1998. Í skránni er að finna texta eftir Ólaf Gíslason, "Max Ernst, súrrealisminn og samtíminn", og Max Ernst, "Súrrealisminn, samklippan og sjálfsvitundin. Textabrot úr ritgerðinni "Handan málaralistarinnar" og fleiri ritsmíðum."

Reykjavík 1988. 28 bls.

Uppseld.

Arnulf Rainer

Bókin kom út í tengslum við sýningu á vegum Listahátíðar í Reykjavík og Listasafns Íslands. Í bókinni er texti eftir Gerwald Sonnberger, "Á mörkunum". Bókin skiptist í nokkra kafla með ljósmyndum af verkum Rainer og stuttum textum eftir listamanninnn. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Gerwald Sonnberger.

Reykjavík 1996. 128 bls.

Verð 1.190 kr. / Tilboðsverð 490 kr.

Egon Schiele

Bókin kom út í tengslum við sýningu á vegum Listahátíðar í Reykjavík og Listasafns Íslands. Í bókinni er inngangur eftir Serge Sabarsky og greinin "'List til handa samtímanum, frelsi til handa listinni.' Myndlist í Vínarborg um aldamótin 1900" eftir Gerbert Frodl. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Gerwald Sonnberger.

Reykjavík 1996. 127 bls.

Uppseld.

Edvard Munch. Á vængjum vinnunnar

Sýningarskrá gefin út í tengslum við samnorræna sýningu á verkum eftir Edvard Munch í Norsk Industriarbeidermuseum í Rjukan 28.4. - 25.7. 1996, Arbejdermuseet í Kaupmannahöfn 5.8. - 20.10 1996 og í Listasafni Íslands 9.11. 1996 - 19.1. 1997. Í skránni er að finna greinina "Skyldi ekki listin verða allra eigin á ný?" eftir Gerd Woll.

Reykjavík 1996. 55 bls.

Verð 700 kr. / Tilboðsverð 490 kr.


Íkon frá Norður-Rússlandi

Sýningarskrá gefin út í tilefni sýningarinnar Íkon frá Norður-Rússlandi í Listasafni Íslands 26.1. - 17.3. 1996. Í skránna skrifar Siri Sande greinina "Íkon - heilagar myndir" og Ulf Abel greinina "Stílþróun rússneskra íkona. Yfirlit", að auki er verkaskrá með myndatextum eftir Anne Aaserud.

Umsjón með texta Aðalsteinn Ingólfsson og Halldór J. Jónsson.

Reykjavík 1996. 63 bls.

Verð 300 kr.

Ljós í norðri. Norræn aldamótalist

Bók gefin út í tilefni af sýningu á verkum merkustu listmálara Norðurlanda.

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1995. 249 bls.

Uppseld.Olle Bærtling 1911-1981. Málverk og skúlptúr

Sýningarskrá gefin út í tilefni af sýningu á verkum Olle Bærtling í Listasafni Íslands 26. febrúar - 2. apríl 1995. Sýningin var framlag Listasafns Íslands til norrænu menningarhátíðarinnar, Sólstafir. Í skránni er að finna aðfararorð eftir Beru Nordal, greinarnar "Hvernig venjulegt listaverk glatar efnislegri náttúru" eftir Gunnar Berefelt og "Inngangur að stefnuskrá um opin form. Ágrip" eftir Olle Bærtling.

Reykjavík 1995. 25 bls.

Uppseld.

Borealis 6. Orka og víddir

Sýningarskrá fyrir sýningu í Listasafni Íslands 8. maí - 20 júní 1993 sem Listasafn Íslands og Norræna listamiðstöðin in Sveaborg skipulögðu. Staffan Carlén ritar aðfararorð, Halldór Björn Runólfsson skrifar greinina "Orka og víddar" og Aðalsteinn Ingólfsson greinina "Rými uppfull af vísbendingum." Sýningarskráin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Aðalsteinn Ingólfsson.

Reykjavík 1993. 86 bls.

Uppseld.

Finnsk aldamótalist

Sýningarskrá gefin út samhliða sýningu á finnskri aldamótalist í Listasafni Íslands 17. október - 13. desember 1992. Í skránni eru tvær greinar, "Minningar. Myndir úr Listasafninu í Åbo" eftir Selme Sarajas-Korte og "Allt eða ekkert. Um "Gullöldina" í finnskri myndlist" eftir Þorgeir Ólafsson.

Reykjavík 1992. 29 bls.

Uppseld.Buren

Sýningarskrá sýningar Daniels Buren, Staðsetning/Vörpun/Tilfærsla - Staðbundin verk, á Listahátíð í Reykjavík 1992. Verkin voru tvö og reist við Gallerí II og Listasafn Íslands. Í skránni eru þrír textar eftir Buren, "Alvarlegar takmarkanir" (1970), "Erindi" (1983) og "Listaverkaþjófar" (1989), og inngangur eftir Hannes Lárusson. Skráin er á íslensku og ensku.

Reykjavík 1992. 54, [2] bls.

Uppseld.

2000 ára litadýrð. Mósaik, búningar og skart frá Jórdaníu og Palestínu

Sýningarskrá sýningar á mósaiki, búningum og skarti frá Jórdaníu og Palestínu í Listasafni Íslands júní - júlí 1992. Í skránni eru aðfararorð eftir Beru Nordal, greinarnar "Mósaikmyndir í Jórdaníu" eftir Michele Piccirillo og "Sagan af safni mínu" eftir Widad Kawar.

Reykjavík 1992. 34 bls.

Uppseld.


André Masson 1896-1987

Sýningarskrá gefin út í tilefni af sýningu á verkum Andrés Masson í Listasafni Íslands 2. júní - 15. júlí 1990 í tengslum við Listahátíð í Reykjavík.

Reykjavík 1988. 32 bls.

Uppseld.
Marc Chagall

Sýningarskrá gefin út í tilefni af sýningu á verkum Marc Chagall í Listasafni Íslands 4. júní - 14. ágúst 1988 í tengslum við Listahátíð í Reykjavík.

Reykjavík 1988. 110, [1] bls.

Uppseld.
Pierre Soulages. Grafíksýning

Sýningarskrá gefin út samhliða sýningu á grafíkverkum Pierre Soulages í Listasafni Íslands 16. apríl - 15. maí 1988. Í skránni er að finna samræðu Christian Labbaye og Pierre Soulages um grafík.

Reykjavík 1988. 23 bls.

Uppseld.Karel Appel. Olía, akrýl, grafík, blandað efni

Sýningarskrá gefin út í tengslum við sýningu á verkum hollenska málarans Karels Appel í Listasafni Íslands í júní 1984. Sýningin var haldin á aldarafmæli safnsins. Skráin er á íslensku og ensku.

Reykjavík 1984. 36 bls.

Uppseld.


Fimm danskir listamenn

Sýningarskrá gefin út í tengslum við sýningu á verkum dönsku málaranna Mogens Andersen, Ejler Bille, Egill Jacobsen og Carl-Henning Pedersen og myndhöggvarans Robert Jacobsen í Listasafni Íslands ágúst - september 1984. Sýning var haldin á aldarafmæli safnsins. Skráin er á íslensku og ensku.

Reykjavík 1984. 100 bls.

Uppseld.

Tíu franskir ljósmyndarar: Claude Batho, Édouard Boubat, Henry Cartier-Bresson, Jean-Philippe Charbonnier, Jena Dieuzaide, Robert Doisneau, Gilles Ehrmann, Marc Riboud, Jean-Loup Sieff, Sabine Weiss

Sýningarskrá farandsýningar frá Musée d'Art Moderne de la Ville de Paris sem haldin var í tilefni 100 ára afmælis Listasafns Íslands í nóv.-des. 1984. Í skránni er að finna stutta texta eftir Henry Cartier-Bresson um ljósmyndalistina.

Reykjavík 1984. 33 bls.

Uppseld.

Robert Jacobsen. Höggmyndir, vatnslitir, grafík, túsk

Sýningarskrá gefin út í tengslum við sýningu á verkum danska listamannsins Roberts Jacobsen í Listasafni Íslands í ágúst - september 1977.

Reykjavík 1977. 32 bls.

Uppseld.Hundertwasser

Sýningarskrá gefin út í tengslum við sýningu á verkum Hundertwassers í Listasafni Íslands 4. júní - 11. júlí 1976.

Reykjavík 1976. 80 bls. 

Uppseld.Emil Nolde. Vatnslitamyndir, teikningar, grafík

Sýningarskrá gefin út í tengslum við sýningu á verkum Emils Nolde í Listasafni Íslands 10. maí - 7. júní 1970. Í skránni er inngangur eftir Martin Urban með köflum um vatnslitamyndir og grafík Emils Nolde 

Reykjavík 1970. 58, [2] bls.

Uppseld.