íslenskir listamenn

HULDA HÁKON / HVERRA MANNA ERTU?  


Vegleg útgáfa vegna sýningarinnar HULDA HÁKON / HVERRA MANNA ERTU? er komin út hjá Listasafni Íslands. Bókin inniheldur greinar eftir Auði Jónsdóttur, Hörpu Þórsdóttur og Michael Hübl ásamt ljósmyndum af öllum listaverkum sýningarinnar og ítarlegri ferilsskrá listamannsins.

Bókin er á íslensku og ensku.

Falleg útgáfa um íslenska myndlist sem listunnendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara!


130 Verk úr safneign Listasafn Íslands 

Bókin sem beðið hefur verið eftir!

Ný bók frá Listasafni Íslands með umfjöllun um 130 valin verk úr safneigninni ásamt ljósmyndum.
Bókin gefur innsýn í þann mikla menningararf sem safnið varðveitir og er fróðleiksnáma fyrir almenning, nemendur í listasögu og áhugafólk um íslenska myndlist.
Tilvalin gjöf!

Ritnefnd: Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Steinar Örn Erluson, Svanfríður Franklínsdóttir.
Bókin er á íslensku og ensku. Bókin er 288 síður. 
VALTÝR PÉTURSSON 

Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Valtýs Péturssonar (1919-1988) í Listasafni Íslands, VALTÝR PÉTURSSON. Bókin gefur yfirsýn um list og líf Valtýs Péturssonar listamanns sem var meðal brautryðjenda abstraktlistar á Íslandi. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Valtýs, greinar og viðtöl, á íslensku og ensku. 

Ritstjóri: Dagný Heiðdal, ritnefnd: Halla Hauksdóttir, Halldór Björn Runólfsson, Svanfríður Franklínsdóttir. Bókin er 128 blaðsíður. 

Verð 6.900 kr.
NÍNA TRYGGVADÓTTIR


Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur (1913-1968) í Listasafni Íslands, NÍNA TRYGGVADÓTTIR - LJÓÐVARP. Í bókinni er merkum ferli Nínu gerð góð skil, lífi hennar og list en Nína var meðal frjóustu og framsæknustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar og einn af brautryðjendum ljóðrænnar abstraktlistar. Bókina prýðir fjöldi ljósmynda af verkum Nínu, greinar og viðtöl, á íslensku og ensku.   

Ritstjórar eru Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson. Greinahöfundar Ásdís Ólafsdóttir, Birta Guðjónsdóttir og Ólafur Ingi Jónsson.

Reykjavík 2014.

Verð 5.400 kr.


VASULKA 

Bókin er gefin út í tilefni af stofnun Vasulka-stofu við Listasafn Íslands. Í bókinni er að finna formála eftir Halldór Björn Runólfsson, auk greinanna "Vasulka-stofa og samræða um stafræna myndlist í norðri" eftir Kristínu Scheving og "Steina og Woody Vasulka" eftir Halldór Björn Runólfsson og ferilskrár listamannanna.

Reykjavík 2014. 

Verð 2.400 kr. Spor í sandi. Sigurjón Ólafsson yfirlitssýning / Tracks in Sand. Sigurjón Ólafsson Retrospective


Bókin er gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Sigurjóns Ólafssonar myndhöggvara í Listasafni Íslands (23.5. - 26.10.2014) og Listasafni Sigurjóns Ólafssonar (24.5. - 29.11.2014).

Ritstjóri Birgitta Spur. Ritnefnd Svanfríður Franklínsdóttir og Æsa Sigurjónsdóttir.

Reykjavík 2014. 56 bls.

Verð 3.400 kr. 


Magnús Kjartansson

Bókin er gefin út í tengslum við sýninguna Form, litur líkami: Háspenna, lífshætta; Magnús Kjartansson (7.3.-11.5.2014). Höfundar greina: Laufey Helgadóttir, Halldór Björn Runólfsson og Sigurður Pálsson. Bókin er á íslensku og ensku. Útgefendur: Listasafn Íslands & JPV Útgáfa.

Ritstjóri: Svanfríður Franklínsdóttir.
Ritnefnd: Laufey Helgadóttir og Kolbrún Björgólfsdóttir.

Reykjavík 2014. 114, [1] bls.

Verð 6.200 kr. 


Musée Islandique; Ólöf Nordal


Bókin er gefin út í tengslum við sýninguna MUSÉE ISLANDIQUE; Ólöf Nordal (14.9. - 4.11. 2012). Höfundar greina Gísli Pálsson, Sigurður Örn Guðbjörnsson og Æsa Sigurjónsdóttir.
Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Halldór Björn Runólfsson.

Reykjavík 2012. 55, [1] bls.

Verð 2.960 kr.


ÍSLENSK LISTASAGA frá síðari hluta 19. aldar til upphafs 21. aldar

Íslensk listasaga er í fimm bindum, í allt um 1.400 blaðsíður, þar sem fjallað er um rúmlega 400 íslenska listamenn og birtar eru yfir 1.000 ljósmyndir af listaverkum. Bækurnar eru sameiginlegt útgáfuverkefni Listasafns Íslands og Forlagsins. 

  • I. bindi / LANDSLAG, RÓMANTÍK OG SYMBÓLISMI - Júlíana Gottskálksdóttir, Ólafur Kvaran. 
  • II. bindi / ÞJÓÐERNI, NÁTTÚRA OG RAUNVERULEIKI -  Gunnar J. Árnason, Hrafnhildur Schram, Æsa Sigurjónsdóttir. 
  • III. bindi / ABSTRAKTLIST - Ásdís Ólafsdóttir, Hanna Guðlaug Guðmundsdóttir, Jón Proppé. 
  • IV. bindi / POPPLIST, RAUNSÆI OG HUGMYNDALIST - Dagný Heiðdal, Halldór Björn Runólfsson, Laufey Helgadóttir. 
  • V.bindi / NÝTT MÁLVERK, GJÖRNINGAR OG INNSETNINGAR - Eva Heisler, Gunnar B. Kvaran, Harpa Þórsdóttir, Jón Proppé. 


Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2011.

Verð 49.900 kr. / Tilboðsverð 25.900 kr.


Karl Kvaran

Bókin er gefin út í tengslum við sýningu á verkum Karls Kvaran (17.11. 2010 - 13.2. 2011). Höfundar greina eru: Arthur C. Danto, Halldór Björn Runólfsson, Ásdís Ólafsdóttir. Bókina prýða 53 litmyndir af listaverkum eftir Karl Kvaran auk æviágrips og sýningarferils. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritnefnd Halldór Björn Runólfsson, Svanfríður Franklínsdóttir og Ásdís Ólafsdóttir.

Reykjavík 2010. 87, [1] bls.

Verð 4.990 kr.


Streymið / La Durée

Bók gefin út í tengslum við sýningu á verkum Emmanuelle Antille, Gabríelu Friðriksdóttur og Guðnýjar Rósu Ingimarsdóttur í Listasafni Íslands 23.2. - 1.5. 2008.

Ritstjóri Halldór Björn Runólfsson.

Reykjavík 2008. 80 bls. 

Verð 2.400 kr. 


Kristján Davíðsson

Bókin er gefin út í tengslum við sýningu á verkum Kristjáns Davíðssonar (2.11. 2007 - 10.2. 2008). Halldór Björn Runólfsson safnstjóri skrifar grein um Kristján og Fríða Björk Ingvarsdóttir tekur viðtal við Kristján. Bókina prýða 55 litmyndir af listaverkum eftir Kristján auk æviágrips. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Halldór Björn Runólfsson.

Reykjavík 2007. 136 bls.

Uppseld


COBRA REYKJAVÍK

Bók gefin út í tengslum við sýninguna Cobra Reykjavík (10.5. - 8.7. 2007). Per Hovdenakk sýningarstjóri sýningarinnar skrifar þrjár greinar í bókina: "Cobra í 60 ár", "Svavar innan Cobra - og utan",  "Laxness og Jorn". Ólafur Kvaran skrifar greinina "Íslensk myndlist um 1950" og Hanne Lundgren Nielsen "Annað menningarsvið." Bókina prýða 120 litmyndir af verkum sýningarinnar auk fleiri mynda. Bókin er á íslensku, dönsku og ensku.

Ritstjórar Karla Kristjánsdóttir og Svanfríður Franklínsdóttir.

Reykjavík 2007. 204 bls.

Verð 3.900 kr.


Jón Engilberts


Bók gefin út í tengslum við sýninguna Jón Engilberts (9.3. - 29.4. 2007). Æsa Sigurjónsdóttir listfræðingur skrifar um Jón í bókina. Bókina prýða 18 litmyndir af verkum eftir Jón auk æviágrips. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2007. 48 bls.

Verð 2900 kr. 


Jóhann Briem


Bók gefin út í tengslum við sýninguna Jóhann Briem (9.3. - 29.4. 2007). Halldór Björn Runólfsson listfræðingur skrifar um Jóhann í bókina. Bókina prýða 18 litmyndir af verkum eftir Jóhann auk æviágrips. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2007. 48 bls.

Verð 2.900 kr. 


Málverkið eftir 1980

Sýningarskrá gefin út í tilefni af sýningunni Málverkið eftir 1980 sem haldin var í Listasafni Íslands 7.10. – 26.11. 2006.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2006. 24 bls.

Uppseld.Steingrímur Eyfjörð


Bók gefin út í tilefni yfirlitssýningar á verkum Steingríms, 12.5. - 25.6. 2006. Elena Filipovic skrifar grein um Steingrím. Bókina prýða 40 litmyndir frá sýningunni og af verkum Steingríms. Feril- og verkaskrá fylgir. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2006. 64 bls.

Uppseld.


Birgir Andrésson

Bók gefin út í tilefni yfirlitssýningar á verkum Birgis, 12.5. - 25.6. 2006. Eva Heisler listfræðingur skrifar grein um Birgi. Bókina prýða 36 litmyndir frá sýningunni og af verkum Brigis. Feril- og verkaskrá fylgir. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2006. 64 bls.


Snorri Arinbjarnar: Máttur litarins og spegill tímans


Bókin er gefin út í tilefni sýningarinnar Snorri Arinbjarnar: Máttur litarins og spegill tímans, 24.2. - 30.4. 2006. Kristín Guðnadóttir listfræðingur skrifar grein um Snorra. Bókina prýða 30 litmyndir af verkum Snorra. Æviatriði og verkaskrá fylgir. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2006. 64 bls.

Verð 3.730 kr. 


Gunnlaugur Blöndal. Lífsnautn og ljóðræn ásýnd


Bók er gefin út í tilefni sýningarinnar, Gunnlaugur Blöndal: Lífsnautn og ljóðræn ásýnd, 24.2 - 30.4. 2006. Harpa Þórsdóttir listfræðingur skrifar grein um Gunnlaug (1893-1962). Æviatriði og verkaskrá. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2006. 56 bls.

Uppseld.


Íslensk myndlist 1945-1960. Frá abstrakt til raunsæis


Sýningarskrá gefin út í tilefni af sýningunni Íslensk myndlist 1945-1960. Frá abstrakt til raunsæis sem haldin var í Listasafni Íslands 3.9. – 30.10. 2005.

Reykjavík 2005. 15 bls.

Uppseld.
Ný íslensk myndlist II. Um rými og frásögn


Sýningarskrá með umfjöllun Evu Heisler listfræðings um verkin og listamennina á sýningunni. Listamennirnir eru Darri Lorenzen, Elín Hansdóttir, Hafdís Helgadóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir, Hlynur Helgason, Hulda Stefánsdóttir, Inga Þórey Jóhannsdóttir, Katrín Sigurðardóttir, Kristinn E. Hrafnsson, Ragnar Helgi Ólafsson, Sara Björnsdóttir, Unnar Örn Jónasson Auðarson, Þóra Sigurðardóttir.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2005. 51 bls.

Verð 2.900 kr. 


Ný íslensk myndlist


Bókin var gefin út í tilefni sýningarinnar Ný íslensk myndlist, um veruleikann, manninn og ímyndina í Listasafni Íslands 12. nóvember 2004 - 16. janúar 2005. Í bókinni má finna umfjöllun um þá listamenn sem kynntir eru á sýningunni. Textann skrifa nýir ungir höfundar en alls eru verk um 20 listamanna á sýningunni. Úlfhildur Dagsdóttir, bókmenntafræðingur skrifar yfirlitsgrein.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2004. 80, [4] bls.

Verð 2.900 kr.


Íslensk myndlist 1900-1930


Sýningarskrá gefin út í tilefni af sýningunni Íslensk myndlist 1900-1930 sem haldin var í Listasafni Íslands 27.3. – 2.5. 2004.

Reykjavík 2004. 11 bls.

Verð 590 kr.

Guðmunda Andrésdóttir. Tilbrigði við stef


Bókin var gefin út í tilefni yfirlitssýningar á verkum Guðmundu Andrésdóttur, Tilbrigði við stef. Í bókinni eru tvær greinar um líf og list Guðmundu skrifaðar af listfræðingunum, Dagnýju Heiðdal og Hönnu Guðlaugu Guðmundsóttur. Fjöldi litmynda prýðir bókina. Greinarnar eru þýddar á ensku.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2004. 72 bls.

Verð 3.660 kr.


Vefur lands og lita. Júlíana Sveinsdóttir


Bókin var gefin út í tilefni yfirlitssýningar á verkum Júlíönu Sveinsdóttur (1889-1966) í Listasafni Íslands 13. september - 26. október 2003 og gefur hún heildstæða mynd af listferli Júlíönu. Hún var einn brautryðjendanna í íslenskri myndlist á fyrri hluta 20. aldar og ein fárra kvenna sem gerðu hana þá að ævistarfi. Þrír listfræðingar fjalla um meginþemu í list Júlíönu, ævi hennar í Danmörku og myndvefnað: Hrafnhildur Schram, Dagný Heiðdal og Harpa Þórsdóttir. Yfir 30 litprentaðar myndir af verkum listamannsins prýða bókina og hafa margar þeirra ekki sést opinberlega áður.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Listasafn Íslands 2003. 80 bls.

Verð 4.460 kr. 


Georg Guðni


Georg Guðni Hauksson (f. 1961) var einn eftirtektarverðasti listamaður sinnar kynslóðar. Hann sótti sér alla tíð innblástur í íslenska náttúru og var mikilvirkur í því að færa íslenska landslagsmálverkið inn í nýja tíma og nýja hugsun. Í bókinni er að finna eftirfarandi efni: Dr. Ólafur Kvaran safnstjóri: "Aðfararorð". Gunnar J. Árnason heimspekingur: "Skoðun Georgs Guðna Haukssonar á landinu". Gertrud Sandquist listfræðingur og forstöðumaður Listaháskólans í Malmö: "Málverk sem vefur". Bókin var gefin út í tilefni yfirlitssýningar á verkum Georgs Guðna í Listasafni Íslands í mars-maí 2003.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2003. 55 bls.

Uppseld.


Gunnlaugur Scheving. Yfirlitssýning


Í bókinni fjallar Gunnar J. Árnason ítarlega um líf og listferil Gunnlaugs. Þróun listar hans er sett í heildstætt samhengi, fjallað um uppvaxtarár hans á Austurlandi, nám í Kaupmannahöfn, erfiðleika á krepputímum, vinveitta listunnendur og fleira. Í bókinni er ferilskrá Gunnlaugs og heimildaskrá.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2001. 118 bls.

Verð 4.490 kr. 


Þórarinn B. Þorláksson. Brautryðjandi í byrjun aldar *UPPSELD*


Vönduð bók um list Þórarins B. Þorlákssonar, gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum hans í Listasafni Íslands árið 2000. Ólafur Kvaran safnstjóri ritar aðfararorð. Júlíana Gottskálksdóttir listfræðingur gerir verkum og ferli listamannsins skil. Einnig eru í bókinni æviatriði listamannsins og listaverkaskrá.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 2000. 112 bls.

Verð 4.590 kr. 


Svava Björnsdóttir


Bókin var gefin út samhliða stórri sýningu á verkum Svövu Björnsdóttur sem Listasafn Íslands efndi til árið 1999. Svava hefur vakið athygli fyrir lágmyndir sínar og skúlptúra þar sem hún mótar einföld óhlutlæg form úr lituðum steyptum pappír og vinnur á áhrifaríkan hátt með samspil efnis, litar og forms. Sýning Svövu Björnsdóttur var valin á dagskrá Reykjavíkur sem Menningarborgar Evrópu árið 2000.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Listasafn Íslands 2000. 52 bls.

Verð 2.750


Helgi Þorgils Friðjónsson


Helgi Þorgils Friðjónsson er í íslenskri myndlist einn helsti fulltrúi þeirrar hreyfingar sem fram kom upp úr 1980 og kennd er við nýja málverkið. Í verkum Helga er sterk listsöguleg skírskotun til barokk og ítalskrar endurreisnar og einnig náið samband við eitt af meginþemum rómantískrar listar á 19. öldinni um samband manns og náttúru. Bókin spannar yfir 20 ára tímabil, frá lokum áttunda áratugarins til 1999. Markmiðið með þessu úrvali er að gefa yfirlit yfir Helga, draga fram meginþemu listar hans og dýpka skilning okkar á stöðu hans í íslenskri og alþjóðlegri samtímalist.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 1999. 52 bls.

Verð 2.350 kr.


Andlit að austan. Teikningar Jóhannesar S. Kjarvals


Teikningar Jóhannesar S. Kjarvals af alþýðufólki á Borgarfirði eystra, sem hann gerði árið 1926, skipa sérstakan sess í íslenskri listasögu og eru meðal gersema Listasafns Íslands. Í bókinni eru myndir af 53 teikningum sem allar eru í eigu Listasafns Íslands, aðfararorð Ólafs Kvarans safnstjóra, grein eftir Guðberg Bergsson, skrá um æviatriði Kjarvals og verkaskrá.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 1999. 78, [1] bls.

Verð 3.280 


Hreyfiafl litanna. Abstraktverk Þorvalds Skúlasonar


Bókin var gefin út í tilefni sýningarinnar "Hreyfiafl litanna" í Listasafni Íslands á verkum Þorvaldar Skúlasonar frá lokum sjöunda áratugarins til loka þess áttunda. Í henni eru aðfaraorð Ólafs Kvarans og grein eftir Auði Ólafsdóttur listfræðing. Þar eru enn fremur æviatriði og sýningarferill listamannsins ásamt skrá um greinar eftir hann.
Ritstjóri Ólafur Kvaran


Reykjavík 1999. 40 bls.

Verð 2.620 kr. 


Í landi birtunnar. Myndir Ásgríms Jónssonar úr Skaftafellssýslum


Í bókinni er fjallað um vatnslita- og olíumyndir sem Ásgrímur Jónsson málaði á ferðum sínum um Vestur- og Austur-Skaftafellssýslur sumurin 1910-12 og 1927. Ásgrímur Jónsson er einn þeirra sem lögðu grunn að landslagshefð í íslenskri myndlist og enginn íslenskur málari hefur lagt jafn mikla rækt við vatnslitamyndir. Á ferðum sínum um Skaftafellssýslur málaði hann fjölda vatnslitamynda sem eiga sér enga hliðstæðu í íslenskri myndlist. Snortinn af hinu einstæða landslagi, víðum sjóndeildarhringnum og birtunni sem stafar af jöklunum, túlkaði hann rómantíska sýn á landið þar sem náttúran er upphafin og tignarleg. Í bókinni er grein um þennan myndaflokk í list Ásgríms eftir Júlíönu Gottskálksdóttur listfræðing.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Listasafn Íslands 1999. 68 bls.

Verð 3.490 kr.


Draumurinn um hreint form. Íslensk abstraktlist 1950-1960


Ritið var gefið út í tengslum við samnefnda sýningu í Listasafni Íslands 1998. Í það rita m.a. Júlíana Gottskálksdóttir, Pétur. H. Ármannsson, Ólafur Gíslason og Gunnar J. Árnason.

Á sjötta áratugnum var strangflatarlist í miklum blóma á Íslandi áhrif hennar voru mikil í húsagerðarlist. Bókin sýnir og setur strangflatarlistina í alþjóðlegt samhengi. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 1998. 96 bls.

Verð 2.800 kr. / Tilboðsverð 790 kr.


Gunnlaugur Scheving. Úr smiðju listamannsins. Frá frumdrögum til fullunnins verks


Veglegt rit með greinum eftir listfræðingana Halldór B. Runólfsson og Júlíönu Gottskálksdóttur. Í bókinni er úrval mynda af olíumálverkum ásamt  skissum og undirbúningsmyndum sem tengjast þeim. Með því gefst einstakt tækifæri til að fylgjast með ferli myndanna, allt frá fyrstu frumdráttum og síðan stig af stigi er myndhugsunin tekur margvíslegum umbreytingum. Bókin var gefin út 1997 í tilefni af samnefndri sýningu á úrvali úr dánargjöf Gunnlaugs en þegar hann lést 1972 arfleiddi hann Listasafnið að öllum verkum sínum, alls um 1800 talsins. Gjöfin er mjög margbreytileg: m.a. 12 olíumálverk, 306 vatnslitamyndir, fjöldi túsk- og vatnslitaskissa, teikningar, grafíkmyndir, 50 teiknibækur og nokkrar dagbækur. Bókin er á íslensku og ensku.

Ritstjóri Ólafur Kvaran.

Reykjavík 1997. 

Verð 3.560


Sögn í sjón. Myndlist og miðaldabækur Íslands


Sýningarskrá sýningar á málverkum, grafík og höggmyndum sem byggðar eru á íslenskum fornritum í Listasafni Íslands 7. júní - 17. ágúst 1997. Í skránni er grein eftir Aðalstein Ingólfsson, "Fornsögurnar í íslenskri myndlist." Sýningin var haldin á vegum Listasafns Íslands, Norræna hússins og Stofnunar Árna Magnússonar á Íslandi.

Reykjavík 1997. 16 bls.

Uppseld.


Ljósbrigði. Safn Ásgríms Jónssonar


Þetta er ein glæsilegasta útgáfubók Listasafns Íslands. Listaverkagjöf Ásgríms Jónssonar listmálara (1876-1958) til íslenska ríkisins er deild í Listasafninu. Ásgrímur var brautryðjandi íslenskrar málaralistar og einn mikilvirkasti landslagsmálari á Íslandi. Í bókinni eru myndir af olíumálverkum, vatnslitamyndum og teikningum. Höfundur bókarinnar er Júlíana Gottskálksdóttir.

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1996. 262, [1] bls.

Verð 5.590 kr. 


Hugarorka og sólstafir. Jón Gunnar Árnason - Listasafn Íslands 19. mars - 8. maí 1994


Yfirgripsmikil úttekt á 30 ára myndlistarferli eins helsta nýlistamanns Íslendinga, með fjölda ljósmynda, fimm fróðlegum ritgerðum um Jón Gunnar (1931-1990) eftir listfræðinga og vini listamannsins, textum hans sjálfs og æviatriðum í tímaröð. Bókin inniheldur einnig skrá yfir helstu sýningar og heimildir.

Ritstjóri Aðalsteinn Ingólfsson.

Reykjavík 1994. 108 bls.

Verð 4.535 kr. 


Hreinn Friðfinnsson

Sérlega eiguleg listaverkabók, prýdd fjölda litmynda, sem gefur góða mynd af listamannsferli Hreins Friðfinnssonar (f. 1943). Hreinn er af kynslóðinni sem kennd er við SÚM og hefur sýnt verk sín um víða veröld. Myndlist hans er í senn ljóðræn, innileg og heimspekileg könnunarferð um hverfula hversdagstilveru. Í bókinni er að finna heimildaskrá, skrá um sýningarferil og helstu æviatriði.

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1993. 106 bls.

Uppseld.


Jóhann Eyfells


Bókin var gefin út í tengslum við sýningu Jóhanns í Listasafni Íslands. Í bókina skrifar Donald Kuspit greinina "Grugguð geómetría" og þar er að finna samtal við Jóhann Eyfells, "Ætterni hins sértæka."

Reykjavík 1992. 82 bls.

Uppseld.Finnur Jónsson í Listasafni Íslands

Finnur Jónsson (1892-1993) varð fyrstur íslenskra myndlistarmanna til að hasla sér völl sem abstraktmálari og á að baki fjölbreytilegan sýningarferil. Í þessu riti er viðtal við listamanninn, ítarlegt yfirlit um ævi hans og sýningarferil og ritaskrá. Fjallað er sérstaklega um átta meginverk Finns. 

Útgáfustjóri Karla Kristjánsdóttir.

Reykjavík 1992. 151 bls.

Verð 2.900 kr. 


Úr myndheimi Muggs. G.Th. Listasafn Íslands 7. september - 3. nóvember 1991

Guðmundur Thorsteinsson (1891-1924) tók sér listamannsnafnið Muggur. Hann flutti á barnsaldri með fjölskyldu sinni til Kaupmannahafnar og bjó síðan ýmist á Íslandi eða Danmörku. Muggur ferðaðist víða og dvaldi m.a. í Þýskalandi, Noregi, Svíþjóð, Ítalíu, Spáni, Frakklandi og Bandaríkjunum. Muggur lést í Danmörku rúmlega þrítugur Á stuttri ævi vann hann í margvísleg efni, myndskreytti og samdi barnabækur, teiknaði spil og gerði einnig fjölda mynda við þjóðsögur og ævintýri. Í bók þessari fjallar Júlíana Gottskálksdóttir um myndskreytingar Guðmundar, Hrafnhildur Schram rekur ævi listamannsins og tengir nokkrum verka hans og Bera Nordal skrifar um trúarlega þáttinn í myndlist Guðmundar. Ítarlegan ævi- og sýningarferil er einnig að finna í þessu riti.

Reykjavík 1991. 84 bls.

Verð 2.650 kr. 


Svavar Guðnason

Þetta er stærsta heildstæða ritið sem komið hefur út um Svavar Guðnason (1909-1988) hér á landi og gefur góða innsýn í líf og starf eins ágætasta listamanns þjóðarinnar. Auk fjölmargra litmynda eru í bókinni greinar um Svavar, viðtöl, frásagnir og ljóð eftir hann, svo og ritaskrá og ítarlegt yfirlit um ævi hans og sýningarferil.

Ritstjóri Bera Nordal.

Reykjavík 1990. 206 bls.

Verð 3.810


Jón Stefánsson


Dr. Ólafur Kvaran skrifar um Jón Stefánsson (1881-1962) í greininni "Tjáning hughrifa og klassískt samræmi". Fjallað er um nokkrar meginmyndir hans í Listasafninu og birt viðtöl við hann ásamt greininni "Nokkur orð um myndlist", sem Jón skrifaði 1939, auk ítarlegs ævi- og sýningaferils.

Í bókinni er skrá um allar þær myndir sem sýndar voru á yfirlitssýningu Listasafnsins 1989 og svarthvítar myndir af þeim.

Ritstjóri Karla Kristjánsdóttir.

Reykjavík 1989. 162 bls.

Verð 3.100 kr.


Júlíana Sveinsdóttir. Landslagsmyndir

Bók gefin út í tengslum við sýningu á landslagsmyndum Júlíönu Sveinsdóttur í Listasafni Íslands 4. mars - 2. apríl 1989. Bera Nordal ritar aðfararorð og Hrafnhildur Schram greinina "Júlíana Sveinsdóttir."

Ritstjóri Karla Kristjánsdóttir.

Reykjavík 1989. 80 bls.

Uppseld.


Fimm ungir myndlistarmenn: Georg Guðni Hauksson, Hulda Hákon, Ívar Valgarðsson, Jón Óskar, Tumi Magnússon

Sýningarskrá gefin út samhliða sýningu á verkum fimm ungra myndlistarmanna í Listasafni Íslands 3. september - 2. október 1988.

Reykjavík 1988. 40 bls.

Uppseld.Kristín Jónsdóttir. Kyrra líf

Bók gefin út í tengslum við sýningu á verkum Kristínar Jónsdóttur í Listasafni Íslands 29. október - 27. nóvember 1988. Bera Nordal ritar aðfararorð og Aðalsteinn Ingólfsson greinina "Kyrra líf. Uppstillingar Kristínar Jónsdóttur."

Ritstjóri Karla Kristjánsdóttir.

Reykjavík 1988. 83 bls.

Uppseld.


Nýlistasafnið 10 ára. Sýnishorn eldri verka safnsins

Bókin var gefin út í tengslum við samsýningu Listasafns Íslands og Nýlistasafnsins. Bera Nordal ritar aðfararorð, Guðbergur Bergsson greinina "Frá SÚM til Nýlistasafnsins" og Helgi Þorgils Friðjónsson greinina "Erlendir gestir."

Ritstjóri Karla Kristjánsdóttir.

Reykjavík 1988. 93, [2] bls.

Uppseld.


Aldarspegill. Íslensk myndlist í eigu safnsins 1900-1987

Bók gefin út í tilefni af nýrri safnbyggingu Listasafns Íslands að Fríkirkjuvegi 7 og sýningu á íslenskri myndlist í eigu safnsins 30. janúar - 15. maí 1988. Í bókina skrifa Guðmundur G. Þórarinsson, Guðmundur Bogason, Garðar Halldórsson, Bera Nordal og Halldór Björn Runólfsson.

Ritstjóri Karla Kristjánsdóttir.

Reykjavík 1988. 230 bls.

Uppseld.


Sigurður Sigurðarson

Sýningarskrá gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Sigurðar Sigurðarsonar í Listasafni Íslands 21. mars - 20. apríl 1987.

Reykjavík 1987.

Uppseld.Kjarval í Listasafni Íslands 1885-1985

Bókin var gefin út samhliða sýningu sem haldin var á aldarafmæli Jóhannesar S. Kjarvals í Listasafni Íslands október 1985 til apríl 1986.

Reykjavík 1985. 181, [1] bls.

Uppseld.Listasafn Íslands 1884-1984. Íslensk listaverk í eigu safnsins

Bók um hundrað ára sögu Listasafn Íslands og íslensk listaverk í eigu safnsins, með grein eftir Selmu Jónsdóttur "Listasafn Íslands 100 ára. Ágrip af sögu safnsins."

Reykjavík 1985. 237 bls.

Uppseld.Fjórir frumherjar. Þórarinn B. Þorláksson, Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson, Jóhannes S. Kjarval

Sýningarskrá gefin út í tengslum við afmælissýningu í Listasafni Íslands og var helguð fjórum frumherjum íslenskrar nútíma-málaralistar. Í skránni eru greinar um listamennina eftir Selmu Jónsdóttur, Hrafnhildi Schram, Halldór Björn Runólfsson og Aðalstein Ingólfsson.

Reykjavík 1985. 88 bls.

Uppseld.


Jóhannes Jóhannesson. Olía, gvass, collage, vatnslitir, gull og silfur

Sýningarskrá gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Jóhannesar Jóhannessonar í Listasafni Íslands apríl - maí 1985.

Reykjavík 1985. 36 bls.

Uppseld.14 listamenn

Sýningarskrá gefin út í tengslum við sýningu á verkum ungra íslenskra listamanna í Listasafni Íslands 14. apríl - 6. maí 1984. Listamennirnir eru Árni Ingólfsson, Árni Páll Jóhannsson, Brynhildur Þorgeirsdóttir, Daði Guðbjörnsson, Grétar Reynisson, Guðjón Ketilsson, Helgi Þorgils Friðjónsson, Ívar Valgarðsson, Jóhanna Kristín Yngvadóttir, Jón Axel Björnsson, Kristinn G. Harðarson, Steinunn Þórarinsdóttir, Tumi Magnússon og Valgarður Gunnarsson.

Reykjavík 1984. 36 bls.

Uppseld.


Leifur Breiðfjörð. Lífsblóm og steingervingar

Sýningarskrá gefin út í tengslum við sýningu á glermyndum Leifs Breiðfjörð í Listasafni Íslands september 1984. Í skránna ritar Selma Jónsdóttir aðfararorð og Leifur Breifjörð "Hugleiðingar um steint gler."

Reykjavík 1984.

Uppseld.


Hörður Ágústsson. Teikningar, olíumálverk, gvassmyndir, límbandamyndir

Sýningarskrá gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Harðar Ágústssonar í Listasafni Íslands október - nóvember 1983.

Reykjavík 1983. 33 bls.

Uppseld.Ljósmyndir höggmyndir. David Finn, Ásmundur Sveinsson, Einar Jónsson, Sigurjón Ólafsson

Sýningarskrá gefin út í tengslum við sýningu á höggmyndum Ásmundar Sveinssonar, Einars Jónssonar og Sigurjóns Ólafssonar og ljósmyndum Davids Finn af höggmyndum listamannanna í Listasafni Íslands apríl - maí 1983. 

Reykjavík 1983. 20 bls.

Uppseld. 


Jón Þorleifsson 1891-1961. Olíumálverk, steinprent, vatnslitir

Sýningarskrá gefin út í tengslum við sýningu á verkum eftir Jón Þorleifsson í Listasafni Íslands október - nóvember 1982.

Reykjavík 1982. 21 bls.

Uppseld.Snorri Arinbjarnar 1901-1958

Sýningarskrá gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Snorra Arinbjarnar í Listasafni Íslands september - október 1978. Í skránni er grein um listamanninn eftir Selmu Jónsdóttur.

Reykjavík 1977.

Uppseld.


Jóhann Briem

Sýningarskrá gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Jóhanns Briem í Listasafni Íslands maí - júní 1977. Í skránni er grein um listamanninn eftir Selmu Jónsdóttur.

Reykjavík 1977.

Uppseld.


Finnur Jónsson

Sýningarskrá gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Finns Jónssonar í Listasafni Íslands október - nóvember 1976. Í skránni er grein um listamanninn eftir Selmu Jónsdóttur.

Reykjavík 1976.

Uppseld.


Jón Engilberts 1908-1972

Sýningarskrá gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Jóns Engilberts í Listasafni Íslands október - nóvember 1975. Í skránni er grein um listamanninn eftir Selmu Jónsdóttur.

Reykjavík 1975.

Uppseld.


Nína Tryggvadóttir 1913-1968

Sýningarskrá gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Nínu Tryggvadóttur í Listasafni Íslands 7. júní - 7. júlí 1974. Í skránni er grein um listamanninn eftir Selmu Jónsdóttur.

Reykjavík 1974. 

Uppseld.Ásmundur Sveinsson

Sýningarskrá gefin út í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Ásmundar Sveinssonar í Listasafni Íslands október - nóvember 1973. Í skránni er grein um listamanninn eftir Selmu Jónsdóttur.

Reykjavík 1973. 

Uppseld.


Listasafn Íslands. Úr sögu safnins 1885-1970

Kver um sögu Listasafns Íslands eftir Selmu Jónsdóttur.

Reykjavík 1971. 49 bls.

Uppseld.