SARPUR
MENNINGARSÖGULEGT GAGNASAFN
Listasafn Íslands er aðili að Sarpi.
Sarpur er menningarsögulegt upplýsingakerfi og gagnagrunnur. Yfir 50 söfn og stofnanir á Íslandi eru aðilar að Rekstrarfélagi Sarps, sem hefur umsjón með og á kerfið sjálft. Í Sarpi eru varðveittar upplýsingar um listaverk, muni, myndir, fornleifar, hús, þjóðhætti og örnefnalýsingar ásamt öðru efni. Undanfarin ár hafa þau söfn og stofnanir, sem eru aðilar að Sarpi, skráð um eina milljón færslna í gagnasafnið, sem varðveittar eru á innri vef Sarps. Meirihluti þeirra er nú aðgengilegur á ytri vefnum, sem almenningur hefur aðgang að.
Sarpur hlaut Íslensku safnaverðlaunin 2014.
Rúmlega helmingur safneignar Listasafns Íslands hefur þegar verið skráður í Sarp og þar er hægt að sjá verkin og helstu upplýsingar sem þeim fylgja. Safnmunaskrá Listasafns Íslands í Sarpi er að finna hér.
Í Sarpi má sjá vefsýningar með aðföngum úr safneign Listasafns Íslands:
- Benedikt Gröndal - brot úr lífi og verkum
- Stofngjöf Listasafns Íslands
- Grafíkverk eftir Edvard Munch í Listasafni Íslands
- Nína Sæmundsson. Málverk
- Ásgrímur Jónsson. Undir berum himni - með suðurströndinni
- Spegilmyndir Ásgríms Jónssonar
- Valtýr Pétursson í safneign Listasafns Íslands
- Ógnvekjandi náttúra
- Bertel Thorvaldsen og verk hans á Íslandi
- Ný verk í safneign Listasafns Íslands 2020
- Halló, geimur - valin verk úr safneign