Electromagnetic Objects

28.12.2020 — 21.3.2022

Listasafnið

„Rafsegulgripirnir“ eru safn verka sem Woody Vasulka og hljóðlistamaðurinn Brian O’Reilly unnu í sameiningu.

Meginhráefnið skapaði Woody með tölvustýrðum Rutt-Etra-skanna árið 1975, og árið 2006 kom O’Reilly til samstarfs við Woody og bætti við hljóðmyndinni.

Samkvæmt því sem O’Reilly segir, „voru í verkunum notaðar bylgjur sem stafa beint frá Rafsegulgripunum, en jafnframt var þeim breytt með myndvinnsluhugbúnaði Toms Demeyer og þau þróuð frekar af hálfu Steinu. Víðtækar klippingar og lagskiptingar og viðbætur voru gerðar með hjálp myndvinnsluhugbúnaðar Phils Morton. Hljóðið var (að mestu) skapað með sérsmíðuðum hugbúnaði sem Chandrasekhar Ramakrishnan og ég þróuðum og kallast NEÐRI RAFALLINN, en hann stillir upp fjölda flókinna endurgjafakerfa í rauntíma og setur þau í gegnum síur og vinnur úr þeim með ýmsu móti.“

Electromagnetic Objects, 1975-2006

Myndband, 33,58 mín

Vasulka

5.2.2021 — 9.1.2022

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)