• Jón Stefánsson, Sumarnótt

FJÁRSJÓÐUR ÞJÓÐAR Í SAFNAHÚSINU VIÐ HVERFISGÖTU

  • 5.6.2021 - 31.12.2021, Safnahúsið við Hverfisgötu

Fjársjóður þjóðar í Safnahúsinu við Hverfisgötu

Listasafn Íslands sýnir perlur íslenskrar myndlistar í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Lykilverk úr safneigninni veita innsýn í íslenska listasögu frá síðari hluta 19.aldar til dagsins í dag og endurspegla fjölbreytt viðfangsefni fjölmargra listamanna. Sýningin veitir einnig kærkomið tækifæri til þess að endurnýja kynnin við mörg af helstu listaverkum þjóðarinnar.