Sýningar

DEATH IS ELSEWHERE 7.5.2021 - 19.9.2021 Listasafn Íslands

RAGNAR KJARTANSSON

Á björtum sumarmánuðum sýnir Listasafn Íslands vídeóinnsetninguna Death Is Elsewhere eftir Ragnar Kjartansson sem hann tók upp á íslenskri sumarnótt, þegar aldrei dimmir. Þetta sjö rása verk er ein þeirra stóru vídeóinnsetninga sem hafa verið áberandi í listsköpun Ragnars síðustu ár þar sem endurtekningar, tími og rúm leika veigamikið hlutverk.

Lesa meira
 

MUGGUR - GUÐMUNDUR THORSTEINSSON 2.10.2021 - 13.2.2022 Listasafn Íslands

Á sýningunni verður skyggnst inn í sérstæðan myndheim Muggs sem spannar víð svið: ævintýraheima þar sem fíngerðir prinsar og prinsessur dvelja í fögrum höllum, tröllaheima myrkurs og ógnar, landslag og sveitasælu á Íslandi, ferðaminningar frá framandi stöðum, náðarheim trúarinnar þar sem Kristur læknar sjúka, en einnig skoplegar og skondnar teikningar og þjóðsögur. 

Lesa meira