Stattu og vertu að steini! - Þjóðsögur í listaverkum

27.5.2024

Listasafn Íslands fékk veglegan styrk úr Barnamenningarsjóði 2024 fyrir verkefnið  Stattu og vertu að steini! - Þjóðsögur í listaverkum


Verkefnið fjallar um þjóðsögurnar í íslenskri menningu og myndlist. Að verkefninu koma fjölmargir fagaðilar, skólar, listamenn og sérfræðingar. Samstarf við Sinfóníuhljómsveit Íslands er veigamikill þáttur í verkefninu, en auk þeirra verður unnið með listamönnum að gerð og þróun listrænna verkefna fyrir börn. Rauði krossinn og Ingunnarskóli eru einnig samstarfsaðilar, ásamt grunn- og framhaldsskólum úr fjórum landshlutum. Verkefnið er marglaga, en fyrst og fremst snýst það um að kynna þennan mikilvæga menningararf fyrir komandi kynslóðum þar sem ólík listform eru sameinuð, þar sem börn dýpka þekkingu sína með því að blanda saman sinni þekkingu, vinna í skapandi efnivið og fræðast um menningararfinn í leiðinni.

 

Við hlökkum til þess að halda áfram á þeirri vegferð sem Listasafn Íslands er á, að bjóða upp á vandaða fræðslustarfsemi í samstarfi við listamenn og skóla um land allt.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17