

Viðburðir


10. janúar kl. 14 – 16
Plánetur náttúrunnar
Upplifum stórbrotið listaverk Steinu Of the North á sokkaleistunum; dönsum, hvílum, göngum og njótum þess að vera saman inni í þessum magnaða myndheimi.
Svo leikum við okkur að því að búa til hringlaga listaverk á listaverkstæðinu með fljótandi vatnslitatilraunum.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
lau
10. jan
14:00—16:00
sun
11. jan
14:00—15:00


Áttu lítinn, skrítinn skugga?
Skoðum skugga og speglun í verki Þórdísar Zoega Hringrás á stóra háaloftinu í Safnahúsinu og leikum okkur í skuggaherberginu þar sem við upplifum litablöndun ljóss og marglita skugga. Eftir það búum við til skuggalistaverk og prófum það í skemmtilegu skuggaleikhúsi.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
lau
17. jan
14:00—16:00


Agnieszka Polska, Bók blómanna, 2023
lau
24. jan
14:00—15:00


Víkingateiknismiðja
Í Listasafni Einars Jónssonar á Skólavörðuholti leynast risavaxnar og ofurfagrar styttur í ævintýralegum sölum. Í bláa salnum má finna styttu af víkingi sem við ætlum að skoða og æfa okkur að teikna frá hinum ýmsu sjónarhornum.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
lau
24. jan
14:00—16:00
sun
25. jan
14:00—15:00


sun
1. feb
14:00—15:00


Furðublóm
Göngum inn í vídeóverk Agnieszku Polska The Book of Flowers og upplifum alls kyns blóm sem eru mynduð með aðstoð gervigreindar. Njótum þess og förum svo saman á listaverkstæðið okkar á 2. hæð og leyfum okkar eigin blómum að vaxa á listrænan, litríkan og skapandi hátt.
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
lau
7. feb
14:00—16:00
sun
8. feb
14:00—15:00


Bleikrósótti draugurinn
Draugar eru hluti af íslenskri þjóðtrú. Við skoðum draugalistaverkin á sýningunni Stattu og vertu að steini – sérstaklega litla, bleikrósótta drauginn hennar Bjargeyjar Ólafsdóttur – og búum til okkar eigin drauga sem svífa svo með okkur heim!
Krakkaklúbburinn Krummi stendur fyrir fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá í hverjum mánuði þar sem kátum krökkum er boðið að fræðast um listaverkin í safneign Listasafns Íslands, skapa listaverk og leika sér í nærandi umhverfi.
lau
14. feb
14:00—16:00
