Leiðsögn Listamanns

sun

9. júní

14:0015:00

Listasafnið

Verið velkomin á leiðsögn Tuma Magnússonar um verkið Hringrás á Listasafni Íslands við Fríkirkjuveg.

Verk Tuma er frumsýnt í Listasafni Íslands í tengslum við Listahátíð í Reykjavík 2024. Í verkinu koma saman allar þær ólíku vinnuaðferðir sem Tumi hefur tileinkað sér í gegnum tíðina, jafnt í málverkum og ljósmyndum á tíunda áratugnum sem í vídeóverkum síðustu 20 ára. Hann skeytir saman ólík fyrirbæri, togar í sundur, snýr upp á, vinnur með ólíkan hraða og leggur að jöfnu eitthvað örsmátt og annað gríðarstórt. Hann veltir fyrir sér hvað það tekur langan tíma að fara frá einum stað til annars og hraðann sem þarf til að komast á áfangastað. Og hann veltir fyrir sér hvernig við skynjum samspil þessara þátta í rýminu – hraða og tíma. Í verkinu kallar Tumi fram óvænta fleti á kunnugleg fyrirbæri sem kveikir ný hugrenningatengsl með áhorfandanum.

Hinn manngerði hversdagsleiki hefur löngum verið Tuma hugleikinn en í verkinu Hringrás tekst hann á við náttúruna á óvæntan hátt. Verkið er 14 rása vídeó- og hljóðinnsetning sem fyllir salinn myndum og hljóðum.

Aðgangseyrir á safnið gildir.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17