"Fljúgðu, fljúgðu klæði", "Fly away, Magic Cloth", Ásgrímur Jónsson, Þjóðsagnamyndir

Safnanótt í Listasafni Íslands

fös

2. feb

18:0023:00

Opið í Safnahúsi við Hverfisfötu og Listasafni Íslands


Safnahúsið við Hverfisgötu

Kl. 19:30
Útgáfuhóf – þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar

Listasafn Íslands geymir margan fjársjóðinn sem vert er að draga fram í dagsljósið og deila með öðrum. Þjóðsagnamyndir Ásgríms Jónssonar fylla þennan flokk en þær veita ómetanlega innsýn í mikilvægan þátt í sjónrænum menningararfi þjóðarinnar. Ásgrímur var fyrstur til að myndgera álfa, tröll og drauga, sem lifað höfðu í hugskoti Íslendinga um aldir og birtust þessar myndir bæði á sýningum og í bókum á fyrstu árum 20. aldarinnar.

Bókin inniheldur aðfaraorð og texta eftir Dagnýju Heiðdal ásamt ljósmyndum af þjóðsagnaverkum Ásgríms Jónssonar.

Kl. 20
Tónleikar með Duo Harpverk.

Duo Harpverk er skipað slagverksleikaranum Frank Aarnink og hörpuleikaranum Katie Buckley. Þau munu flytja tónverkið Málverk eftir Harald Vigni Sveinbjörnsson sem byggt er á tónsmíðum Ásgríms Jónssonar. Útsetningin er sérstaklega samin fyrir flytjendurna og til heiðurs listmálaranum. Einnig munu þau flytja verkið Dögun eftir Völu Gestsdóttur og Skelja eftir Daníel Bjarnason. Tónleikarnir fara fram í Lessal Safnahússins við Hverfisgötu.
www.duoharpverk.com

Kl. 21
„Skemmtilegt er myrkrið“: Draugasögur í Listasafni Íslands

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, líkt og uppvakningum, afturgöngum, útburðum og fépúkum. Sagðar verða nokkrar vel valdar draugasögur. Þá kennir Dagrún okkur ýmis praktísk atriði, eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, að vekja þá upp og losna undan ásóknum þeirra. Öll velkomin, sem þora!

Listasafn Íslands við Fríkirkjuveg 7

Kl. 18
Leiðsögn á ensku um sýninguna Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins

Pari Stave,  sýningarstjóri Listasafns Íslands leiðir gesti um sýninguna. Í sköpun Egils Sæbjörnssonar er leikgleðin alltumlykjandi.  Fjölbreytileiki efnisheimsins og alheimsvitundarinnar spretta upp líkt og gorkúlur í formi tónlistar, innsetninga, lifandi skúlptura og ljóslifandi ímyndaðra ferðafélaga.  Á sýningunni býður Egill óendalegum  fjölda vina velkomna  í samverustund í leikherbergi listarinnar.

Kl. 19 – 21
Örleiðsagnir um óendanlega vini alheimsins

Í sköpun Egils Sæbjörnssonar er leikgleðin alltumlykjandi. Fjölbreytileiki efnisheimsins og alheimsvitundarinnar spretta upp líkt og gorkúlur í formi tónlistar, innsetninga, lifandi skúlptúra og ljóslifandi ímyndaðra ferðafélaga. Á sýningunni býður Egill óendalegum fjölda vina velkomna í samverustund í leikherbergi listarinnar.

Kl. 19
Sviddi og Roddi

Kl. 19:15
Guggi

Kl. 19:30
Móri

Kl. 19:45
Ūgh and Bõögâr

Kl. 20
Gubb

Kl. 20:15
Eggið og hænan, við eða þau?

Kl. 20:30
Guðmundur B. Jónasson

Kl. 20:45
Sjálfskapandi skúlptúrar

Kl. 21
DJ Dóra Júlía
í samstarfi við Spirits of Iceland
DJ Jóra Júlía tekur vel á móti gestum Listasafns Íslands á Safnanótt.
Safnið er opið til 23 þar sem sýningin Egill Sæbjörnsson og óendanlegir vinir alheimsins stendur yfir.



Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17