Griðarstaður. Rjóður á heiðinni

2020

Einar Falur Ingólfsson 1966-

LÍ-11715

Einar Falur Ingólfsson hefur á ferli sínum fengist jöfnum höndum við heimildaljósmyndun og listræna ljósmyndun í formi dagbókar, þar sem saman fer hlutlæg skráning og huglæg nálgun. Verkið Griðastaður. Rjóður á heiðinni er vídeólúppa, tekin í rjóðri á Mosfellsheiði sem er griðastaður höfundar og sýnir hengirúm hans sem er eins konar táknmynd fyrir staðinn. Rjóðrið myndaði Einar Falur markvisst í átta ár og fangaði þar flæði tímans og árstíðanna. Í heild fjallar verkið um griðastað höfundarins, sem tekur breytingum, vex og þroskast samhliða höfundinum. Margt er hér undir; ekki síst tilraun til að fanga og sýna tímann líða í miðlinum, og jafnframt að kallast á við landslagsmyndlist með persónulegum hætti. Listamaðurinn segist aldrei vinna með svokallað ósnortið landslag, aðeins landslag þar sem hann fjallar um það hvernig maðurinn hefur sett mark sitt á það og mótað og breytt.

  • Ár2020
  • GreinNýir miðlar - Vídeóverk
  • EfnisinntakÁrstíð, Gróður, Hengirúm, Rjóður
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniVídeó

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17