Frá Hornafirði
Freymóður Jóhann Jóhannsson 1895-1973
Freymóður Jóhann Jóhannsson fékk ungur tilsögn hjá Stefáni Björnssyni teiknikennara á Akureyri en eftir gagnfræðipróf hélt hann til Kaupmannahafnar til frekara náms í teiknun og málaraiðn. Árið 1922 hélt Freymóður í námsferð til Ítalíu og sýndi afrakstur ferðarinnar á fyrstu einkasýningu sinni í Bárunni í Reykjavík haustið 1924. Árið 1927 hélt Freymóður enn á ný til Kaupmannahafnar þar sem hann lærði leiktjaldamálun við Konunglega leikhúsið og fékkst hann töluvert við leiktjaldamálun eftir það. Í gegnum tíðina málaði Freymóður marga merka Íslendinga og eru mannamyndir stór hluti verka hans. Hann málaði einnig íslenskt landslag og myndir ákveðinna bæja og staða eftir beiðni. Freymóður var einnig tónskáld og notaði höfundarnafnið 12. september.