Komið við hjá Jóni Gunnari

1965

Hreinn Friðfinnsson 1943-

Hvít viðarhurð með tveimur götum þar sem sjá má málaða viðarbúta. Á sýningunni Þá og nú 2011 kom Hreinn með hurðarhún sem tilheyrir verkinu.

LÍ-7256/256

Verk Hreins Friðfinnssonar eru í senn ljóðræn og innileg, og þeim hefur verið líkt við heimspekilega könnunarferð um hverfula hversdagslega tilveru. Verkin snúast gjarnan um eitthvað loftkennt og ósnertanlegt eins og ljósið, vindinn eða það sem ekki er. Verk hans mótuðust fljótt af anda flúxushreyfingarinnar og konseptlistarinnar. Hreinn tók þátt í stofnun SÚM-hópsins á sjöunda áratugnum, einhverri áhrifamestu hreyfingu íslenskrar myndlistar frá upphafi, og er einn af leiðandi listamönnum íslenskrar konseptlistar. Hreinn hefur notað ýmsa miðla í listsköpun sinni, ljósmyndir, teikningar, málverk, skúlptúra, fundna hluti og innsetningar og þá notar hann gjarnan spegla til að ná fram samhverfu. Verk hans höfða ekki einvörðungu til þess sjónræna, heldur örva einnig hugarflug og minningar áhorfenda með skírskotun í titli eða á annan hátt.

  • Ár1965
  • GreinSkúlptúr - Tréskúlptúrar
  • Stærð200 x 172,5 cm
  • EfnisinntakHurð
  • AðalskráMyndlist/Hönnun
  • EfniViður

Hreinn Friðfinnsson, Listasafn Íslands, Mál og Menning, Reykjavík, 1993.
Laufey Helgadóttir, “Myndtónar þagnarinnar”, Mbl. 12. des 1992.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17