Andi og efnisbönd

Einar Jónsson

1.1.2026 — 12.1.2028

Listasafn Einars Jónssonar

Andi og efnisbönd, gefur djúpa innsýn í sköpunarverk Einars Jónssonar myndhöggvara en sýningin er staðsett í Hnitbjörgum, húsi sem hann teiknaði sjálfur, vann í og bjó. Einnig er hægt að heimsækja höggmyndagarðinn á bak við húsið þar sem 26 bronsafsteypur verka Einars prýða gróskumikinn garð sem er opinn öllum, árið um kring, dag og nótt. Í húsinu má einnig skoða einstaka íbúð Einars og Önnu Jónsson þar sem frumlegur stíll og persónulegir gripir varðveitast í upprunalegri mynd.

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga 10–17