Ekkert er víst nema að allt breytist

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir

28.5.2022 — 2.10.2022

Listasafnið

Salur

3

28.5.2022 2.10.2022

Verkefnastjóri sýninga

Vigdís Rún Jónsdóttir

Umsjón með viðburðum og fræðslu

Ragnheiður Vignisdóttir

Markaðs- og kynningarmál

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Forvarsla

Ólafur Ingi Jónsson

Ljósmyndun

Sigurður Gunnarsson

Sýninguna Ekkert er víst nema að allt breytist má skoða sem hugleiðingu og jafnvel óð listakonunnar til þeirrar kerfishugsunar sem einkennt hefur verk hennar til þessa en þó í víðara samhengi. Samhliða þróun á eigin hugmyndakerfi beinir Ingunn nú einnig sjónum sínum að þeim tæknilegu og hugmyndafræðilegu kerfum sem stýra, leynt og ljóst, mannfólkinu og heiminum í heild. Hvort sem um ræðir algóritma og kóða, eða litið er til pólitískra kerfa, fjármálakerfa, eða persónulegt vafur um internetið er grandskoðað, þá veltir verkið Ekkert er víst nema að allt breytist upp spurningum um hver sé við stjórnvölinn og hver áhrif og forráð einstaklingsins raunverulega séu.

Á sýningunni gætir kunnuglegra stefja frá fyrri verkum sem þó hafa aldrei verið sameinuð áður. Þessi fjölþætta innsetning Ingunnar Fjólu stýrist af mismunandi þáttum, annars vegar innbyggðu kerfi verksins og hins vegar aðkomu áhorfandans og því óljóst hver aflvaki verksins er hverju sinni.

Sýninguna má skoða sem hugleiðingu og jafnvel óð listakonunnar til þeirra kerfishugsunar sem einkennt hefur verk hennar til þessa en þó í víðara samhengi.

Ingunn Fjóla Ingþórsdóttir (f. 1976) útskrifaðist með MA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2017 og BA-gráðu í myndlist frá sömu stofnun árið 2007. Hún er einnig með BA-gráðu í listasögu frá háskólanum í Árósum frá 2002. Í listsköpun sinni fæst Ingunn við ýmsa miðla eins og málverk, vefnað og innsetningar. Verk hennar fela oft í sér gagnvirkni eða beina þátttöku og teygir hún þannig verkin inn í opið kerfi þar sem þau lifna við fyrir tilstilli áhorfenda og rýmisins.

LÍ 3841, Skarðatungl, Ásgerður Búadóttir, Myndvefnaður, Textíllist,

12.9.2020 — 24.1.2021

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17