Ný verk

Jón Óskar

7.11.2014 — 8.2.2015

Listasafnið

Jón Óskar er málari stórra flata og stærð hefur ávallt verið órjúfanlegur hluti af tjáningarmáta hans. Magn er sömuleiðis einkennandi fyrir verklag hans enda kýs hann fremur að fást við myndraðir en einstök og afmörkuð verk. Þörfin fyrir að bregða upp órofa ferli verður til þess að eitt verk leiðir af öðru án þess að skörp skil verði frá mynd til myndar. Slík nálgun krefst þess að áhorfandinn fái innsýn í framvinduna sem stýrir flæðinu og upplifi hana sem tímatengda fremur en rýmiskennda. Því segja stök verk aðeins hálfa söguna rétt eins og hljóðbrot úr samfelldu symfónísku ljóði. 


Grunneiningin í myndlist Jóns Óskars er og hefur ætíð verið teikningin í sinni einföldustu, en um leið margslungnustu mynd. Að því leyti sver hann sig í ætt við Kjarval, sem teiknaði gjarnan með stífhára málningarpensli og málaði oft með því að snúa penslinum við og teikna ofan í blautan litinn með skaftinu. Verkin á sýningunni eru risastór og agnarsmá, og allt þar í milli.

4.12.2014 — 31.1.2015

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17