Udstilling af islandsk kunst

Upphaf kynningar á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn

21.1.2016 — 11.9.2016

Listasafnið
Málverk eftir Jón Stefánsson, Frá Höfninni. Sýnir tvö skip við höfn.
Listasafnið

21.1.2016 11.9.2016

Sýningarstjóri

Dagný Heiðdal

Deildarstjóri Sýningardeildar

Birta Guðjónsdóttir

Höfundar sýningartexta

Björg Erlingsdóttir
Dagný Heiðdal
Harpa Þórsdóttir
Júlíana Gottskálksdóttir
Rakel  Pétursdóttir
Steinar Örn Atlason

Undirbúningur og uppsetning sýningar:

Baldur Geir Bragason
Elín Guðjónsdóttir
Geirfinnur Jónsson
Hrafnhildur Guðmundsdóttir
Sigurður Gunnarsson
Svanfríður Franklínsdóttir

Grafísk hönnun

Studio Studio Arnar Freyr Guðmundsson og Birna Geirfinnsdóttir
Hildigunnur & Snæfríð

Lýsing

Rafsel

Ljósmyndir af verkum Ásgríms Jónssonar á Íslensku listsýningunni í Charlottenborg 1927. Ljósmyndari Tage Christensen

Ljósmyndir af verkum Ásgríms Jónssonar á Íslensku listsýningunni í Charlottenborg 1927. Ljósmyndari Tage Christensen

Í upphafi 20. aldar var unnið mikið brautryðjendastarf á sviði myndlistar á Íslandi og þeim fjölgaði ört sem lögðu stund á hana. Myndlistin var meðal þess sem átti þátt í að skapa sjálfsmynd hinnar fullvalda þjóðar og þar skipti miklu máli túlkun myndlistarmanna á íslenskri náttúru. Í verkum sínum tjá myndlistarmennirnir tilfinningar sínar gagnvart landinu á myndrænan hátt, um leið og þeir tala umbúðalaust og án aðstoðar tungumálsins.

Kynning á íslenskri myndlist erlendis á sér tæplega 100 ára sögu. Dansk-íslenska félagið (Dansk-Islandsk Samfund) reið á vaðið í Kaupmannahöfn þegar það hélt sýningu á verkum fimm íslenskra myndlistarmanna, Fem islandske Malere / Fimm íslenskir málarar, í sýningarsal Georgs Kleis við Vesterbrogade 58 í mars árið 1920. Markmið félagsins var, og er enn, að auka þekkingu á Íslandi meðal Dana og þekkingu á Danmörku meðal Íslendinga. Myndistarmennirnir sem áttu verk á sýningunni voru Ásgrímur Jónsson (1876–1958), Guðmundur Thorsteinsson, Muggur (1891–1924), Jón Stefánsson (1881–1962), Kristín Jónsdóttir (1888–1959) og Þórarinn B. Þorláksson (1867–1924), samtals 158 verk: olíumálverk, vatnslitamyndir, teikningar, grafík o.fl. Muggur átti flest verk eða 80 og sótti hann mikið af sínu myndefni í þjóðsögur og ævintýri. Algengasta myndefnið var þó íslenskt landslag en töluvert var einnig af mannamyndum.

Ljósmyndir af verkum Finns Jónssonar á Íslensku listsýningunni í Charlottenborg 1927. Ljósmyndari Tage Christensen

Ljósmyndir af verkum Finns Jónssonar á Íslensku listsýningunni í Charlottenborg 1927. Ljósmyndari Tage Christensen

Sýningin átti sér stuttan aðdraganda og var það meðal annars sögð skýringin á því að aðeins voru sýnd verk eftir fimm myndlistarmenn. Þetta var því ekki yfirlitssýning á íslenskri myndlist, þótt að því hefði verið stefnt í upphafi. Sýningin var sögð lítil, bæði í sýningarskrá og blaða-umfjöllun, en var samt sem áður stærsta sýningin hingað til á íslenskri myndlist í Danmörku og reyndar á íslenskri myndlist utan landsteinanna. Sýningin fékk töluverða umfjöllun í dönskum blöðum og yfirleitt jákvæða dóma, þó ekki væru allir á einu máli. Þótti sumum sýningin bera með sér eitthvað framandi og nýtt meðan aðrir sögðu hana hafa sáralítið svipmót sjálfstæðrar íslenskrar listar eða þjóðleg sérkenni, ef frá væri talin íslensk náttúra sem myndefni.

Á þeim 14 dögum sem sýningin Fimm íslenskir málarar var opin hjá listaverkasalanum Georg Kleis skoðuðu hana yfir 1000 gestir, þar á meðal konungshjónin og seldist töluvert af verkum.

Ljósmyndir af verkum Finns Jónssonar á Íslensku listsýningunni í Charlottenborg 1927. Ljósmyndari Tage Christensen

Ljósmyndir af verkum Finns Jónssonar á Íslensku listsýningunni í Charlottenborg 1927. Ljósmyndari Tage Christensen

Í desember árið 1927 var haldin fyrsta almenna kynningin á íslenskri myndlist í Kaupmannahöfn, Udstilling af islandsk kunst / Íslenska listsýningin á Charlottenborg, sem var sýningarstaður á vegum Konunglega listaháskólans og einn af þeim virtustu í borginni. Á sýningunni voru 243 málverk og teikningar eftir 12 myndlistarmenn, þau Ásgrím Jónsson, Finn Jónsson (1892–1993), Guðmund Einarsson frá Miðdal (1895–1963), Guðmund Thorsteinsson, Gunnlaug Blöndal (1893–1962), Jóhannes S. Kjarval (1885–1972), Jón Stefánsson, Jón Þorleifsson (1891–1961), Júlíönu Sveinsdóttur (1889–1966), Kristínu Jónsdóttur, Sigurð Guðmundsson (1833–1874) og Þórarin B. Þorláksson. Auk þess voru sýndir sjö hátíðarkvenbúningar, silfurmunir, útskurður í tré og horn og gamalt bókband. Verkin voru ýmist í eigu myndlistarmannanna, opinberri eigu eða úr fórum einkaaðila. Þegar sýningunni lauk í Kaupmannahöfn, héldu 141 myndlistarverk áfram til Þýskalands þar sem sýningin var sett upp í Lübeck, Kiel, Hamborg og Berlín í samstarfi við Norræna félagið í Lübeck.


Listasafn Íslands þakkar Eimskip Ísland ehf fyrir veittann stuðning við flutning málverks frá Akureyri til Reykjavíkur.

Ljósmyndir af verkum Jóhannesar S. Kjarvals á Íslensku listsýningunni í Charlottenborg 1927. Ljósmyndari Tage Christensen

Ljósmyndir af verkum Jóhannesar S. Kjarvals á Íslensku listsýningunni í Charlottenborg 1927. Ljósmyndari Tage Christensen

Mynd af skúlptúr eftir Sigurjón Ólafsson,

5.2.2016 — 28.8.2016

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17