Einkasafnið

Lifandi skráning og sýning á völdum verkum úr safni Þorvaldar Guðmundssonar og Ingibjargar Guðmundsdóttur

4.3.2023 — 7.5.2023

Listasafnið

Í upphafi árs 2022 var listaverkasafn hjónanna Ingibjargar Guðmundsdóttur og Þorvaldar Guðmundssonar, sem kenndur er við Síld og fisk, afhent Listasafni Íslands til varanlegrar vörslu. Safnið, sem telur um 1400 verk eftir marga af helstu listamönnum þjóðarinnar, verður skráð sem hluti verka Listasafns Íslands, og verkunum komið á stafrænt form í gagnagrunni sem er almenningi aðgengilegur. Sett verður upp verkstæði og lifandi sýning í sal 3 á efri hæð safnsins þar sem almenningi gefst kostur á að fylgjast með vinnu skráningarteymis safnsins. Samfara því verður í sal 4 haldin sýning á völdum verkum úr listaverkasafninu þar sem sjónum verður beint að dýrum, stórum sem smáum, í íslenskri náttúru.

Salur

3

&

4

4.3.2023 7.5.2023

Sýningarstjórar

Anna Jóhannsdóttir

Verkefnastjóri sýninga

Vigdís Rún Jónsdóttir

Textar

Anna Jóhannsdóttir

Umsjón með viðburðum og fræðslu

Ragnheiður Vignisdóttir

Markaðs- og kynningarmál

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Umsjón tæknimála og ljósmyndun

Sigurður Gunnarsson

Forvarsla

Nathalie Jacqueminet

Ólafur Ingi Jónsson

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum.