Vélræn sýn

Vasulka

3.10.2014 — 2.11.2014

Listasafnið

Í októbermánuði verða sýnd valin verk hjónanna Steinu (Steinunn Bjarnadóttir) og Woody Vasulka. Sum verkanna eru í safneign Listasafns Íslands og önnur í eigu hjónanna. Um er að ræða vídeóverk og ljósmyndaverk er hafa ekki áður verið sýnd utan Bandaríkjanna, þar sem hjónin búa.

Þann 16. október, á 130 ára afmæli Listasafns Íslands, verður opnuð ný deild í safninu, Vasulka-stofa, er hverfist um verk Steinu og Woody Vasulka, rafrænar listir á Íslandi og rafmiðla á breiðari grundvelli. Dagana á undan, 14. og 15. október, stendur Vasulka-stofa fyrir tveggja daga málþingi um list Vasulka-hjónanna og um vörslu, skráningu og miðlun rafrænna listaverka

7.11.2014 — 3.12.2014

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)