Sumarnótt

RAGNAR KJARTANSSON

  • 7.5.2021 - 19.9.2021, Listasafn Íslands

Á björtum sumarmánuðum sýnir Listasafn Íslands vídeóinnsetninguna Sumarnótt (Death Is Elsewhere) eftir Ragnar Kjartansson sem hann tók upp á íslenskri nótt, þegar aldrei dimmir. Þetta sjö rása verk er ein þeirra stóru vídeóinnsetninga sem hafa verið áberandi í listsköpun Ragnars síðustu ár þar sem endurtekningar, tími og rúm leika veigamikið hlutverk.

Í Sumarnótt  er sótt á kunnugleg mið þar sem andi rómantíkur og sæluríkis er alls ráðandi. Áhyggjuleysi og angurværð svífur yfir vötnum þar sem ung pör ganga um fábrotið undirlendi og syngja við gítarleik. Með samhverfri mynd og síendurtekinni laglínu dregst áhorfandinn inn í óendanleika hringrásar verksins þar sem feigðinni er haldið fyrir utan um leið og stöðugt er minnt á hana.

Sumarnótt  er tekið upp í Eldhrauni, skammt frá upptökum hinna sögulegu Skaftárelda sem ollu miklum hörmungum á Íslandi og víða í Evrópu síðla á 18. öld. Ragnar vísar til eldsumbrotanna og sögunnar með vali á staðsetningu og fléttar verkið einnig saman við íslenska listasögu, til að mynda með vísan í landslagsmyndir Jóns Stefánssonar og ekki síst í sjálfa sumarnóttina sem var íslenskum landslagsmálurum afar kært myndefni framan af síðustu öld, þegar fyrstu kynslóðir íslenskra listamanna komu fram.

Ragnar Kjartansson fæddist í Reykjavík árið 1976. Hann stundaði nám við Listaháskóla Íslands 1997–2001, auk skiptináms við Konunglegu listakademíuna í Stokkhólmi.
Ragnar er þekktasti myndlistarmaður þjóðarinnar nú um stundir og eru verk hans sýnd í virtum söfnum víða um heim. Ragnar var fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum árið 2009 og árið 2019 var vídeóinnsetning hans The Visitors  valið besta listaverk 21. aldar af Guardian. Death Is Elsewhere var fyrst sýnt í Metropolitan-safninu í New York árið 2019 og er þetta í fyrsta sinn sem verkið er sett upp hér á landi.

Verkið er tileinkað Carolee Schneemann.

 Hér Hér má sjá viðtal við Ragnar Kjartansson í tengslum við Sumarnótt.


Ragnar Kjartansson, Sumarnótt, 2019

Tónlist eftir Gyðu Valtýsdóttur, Aaron Dessner, Kristínu Önnu Valtýsdóttur, Bryce Dessner og Ragnar Kjartansson
Texti byggður á skrifum Alexanders Dumbadze, Roberts Lax og Sappho í þýðingu Anne Carson
Flytjendur: Gyða Valtýsdóttir, Aaron Dessner, Kristín Anna Valtýsdóttir og Bryce Dessner
Framleiðendur: Lilja Gunnarsdóttir, Ragnar Kjartansson, Ingibjörg Sigurjónsdóttir
Stjórn kvikmyndatöku: Tómas Örn Tómasson
Stjórn hljóðupptöku Christopher McDonald og Huldar Freyr Arnarson
Aðstoð við kvikmyndatöku: Hákon Sverrisson og Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hljóðblöndun og umsjón uppsetningar: Christopher McDonald
Eftirvinnsla: Bjarki Guðjónsson hjá Trickshot
Aðstoð við upptökur: Edda Kristín Sigurjónsdóttir og Sólveig Halldórsdóttir

Sérstakar þakkir fá Helga Stefánsdóttir, Brandon Reid, Sæmundur Oddsteinsson, Þuríður Gissurardóttir, Oddsteinn Sæmundsson, Mike Loy, i8 gallery og Luhring Augustine.


Verkefnastjóri sýningar Exhibition Project Manager: Inga Jónsdóttir
Hljóðblöndun og umsjón uppsetningar Sound mix and installation management: Christopher McDonald
Uppsetning Installation: Elmir teppaþjónusta ehf., Geirfinnur Jónsson, Hrafnhildur Guðmundsdóttir, Irma studio, Litla málarastofan, Logi Leó Gunnarsson, Sigurður Gunnarsson, Sonik
Textar Texts: Harpa Þórsdóttir, Inga Jónsdóttir, Ragnheiður Vignisdóttir
Þýðing Translation: Anna Yates
Markaðsmál Marketing: Guðrún Jóna Halldórsdóttir
Umsjón með fræðslu og viðburðadagskrá Events and Educational Programme: Ragnheiður Vignisdóttir
Umsjón tæknimála, ljósmyndun og upptökur Technical Supervision, Photography and Recordings: Sigurður Gunnarsson