Í hálfum hljóðum

Birgir Snæbjörn Birgisson

26.2.2022 — 19.6.2022

Listasafnið

Sýningin Í hálfum hljóðum samanstendur af málverkum eftir Birgi Snæbjörn Birgisson sem unnin eru á árunum 2015–2022.

Salur

1

26.2.2022 19.6.2022

Sýningarstjóri

Mika Hannula

Verkefnastjóri sýninga

Vigdís Rún Jónsdóttir

Viðburða- og fræðsludagskrá

Ragnheiður Vignisdóttir

Markaðs- og kynningarmál

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Verk Birgis beinast að pólitískum, samfélagslegum og sögulegum málefnum í okkar samtíma.
Á listilegan hátt sameinast næmni og mildi háalvarlegu inntaki og engu er líkara en að litur verkanna sé að dofna og hverfa, sem kallar á nálægð við þau. Hið fínlega og hið smáa, því sem næst hvíslandi framsetning Birgis, magnar upp háskerpu skilningarvitanna. Sú einlæga frásögn í hálfum hljóðum, sem Birgir töfrar fram, knýr áhorfandann til að takast á við gagnrýna hugsun með því að afhjúpa sakleysislegt yfirbragð og alla þá mýkt sem af verkum Birgis stafar.

Birgir Snæbjörn Birgisson

Nýtt veggspjald í safnbúð

🖼 Plakat

Von

5.900 kr.

Sýningarstjóri

Sýningarstjórinn er Mika Hannula en hann og Birgir Snæbjörn hafa unnið saman að ýmsum verkefnum síðan 2002.

30.1.2021 — 25.4.2021

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)