Of the North

Steina

5.2.2021 — 9.1.2022

Listasafnið

Risastór vídeóinnsetning Steinu af Norðrinu frá árinu 2001 er áhrifamikið og töfrandi verk sem lætur engan ósnortinn. Að geta tekið upp hljóð og mynd í rauntíma opnaði nýjar víddir í heimi sjónlista á sjöunda áratug síðustu aldar.

Salur

3

5.2.2021 9.1.2022

Sýningarstjórar

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Ragnheiður Vignisdóttir

Textar

Rakel Pétursdóttir

Ragnheiður Vignisdóttir

Forvarsla

Ólafur Ingi Jónsson

Nathalie Jacqueminet

Vísindalegar staðreyndir

Sævar Helgi Bragason

Þau hjónin Steina og Woody Vasulka komust í kynni við framsækna listamenn á sviði nýrra miðla er þau bjuggu í New York þar sem þau ráku um tíma sýningar- og samkomustað fyrir hljóð- og vídeólistamenn sem þau opnuðu árið 1971 og kallaðistThe Kitchen. Þetta var tími mikilla tækniframfara á sviði rafrænnar menningar ekki síður en geimvísinda.

Steina (Steinunn Bjarnadóttir Briem) og Woody Vasulka voru frumkvöðlar sem unnu saman að margs konar rannsóknum er tengdust myndbandalist og beislun rafrænna boða og síðar stafrænna, þar sem tækin sjálf voru jafnframt notuð í samtali sem miðaði að því að skapa áhugaverð verk þar sem ekkert var slegið af listrænum kröfum. Þetta samtal þeirra við tæki og tól varð einkar áhugavert og gefandi þar sem menntun Steinu í tónlist og tækniþekking Woodys naut sín. „Hreyfing og tími eru lykilatriði í minni list,“ er haft eftir listakonunni.

Málþing

Verkið Of the North frá árinu 2001 er unnið út frá safni Steinu af vídeóupptökum, mestmegnis af náttúru Íslands, yfirborðinu eða því sem skoða má í smásjá. Örverur jafnt sem brim hafsins og bráðnandi ís, berghrun ásamt margs konar náttúrufyrirbærum sem snerta jarðmyndun og niðurbrot á plánetunni okkar.

Vasulka

Hreyfitakturinn og orkan framkallar myndlíkingu sem getur leitt huga áhorfandans í margar áttir, hvort heldur er að stórbrotinni fegurð eða jarðbundnum hugleiðingum um viðkvæma náttúru og forgengileika jarðarinnar. 

Verkið vísar jafnframt út í geiminn þar sem sjá má hnattlaga kúlurnar snúast um ímyndaðan ás í seiðandi rytma með öllum þeim hljóðum sem fylgja.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni Halló, geimur:

Ásgrímur Jónsson
Björg Þorsteinsdóttir
Erró
Eyborg Guðmundsdóttir
Finnur Jónsson 
Guðmunda Andrésdóttir
Guðmundur Thorsteinsson (Muggur)
Halldór Ásgeirsson
Helgi Þorgils Friðjónsson
Hildigunnur Birgisdóttir
Hildur Hákonardóttir
Hreinn Friðfinnsson
Jóhann Eyfells
Jón Gunnar Árnason
Keith Grant
Kristinn E. Hrafnsson
Margrét Elíasdóttir
Sigurjón Ólafsson
Steina
Svavar Guðnason
Sverrir Haraldsson
Vilhjálmur Bergsson
Þorvaldur Skúlason

5.2.2021 — 9.1.2022

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 — 17, lokað á mánudögum yfir vetrartímann (1.10 — 30.4)