Nokkur nýleg verk

2.7.2022 — 2.10.2022

Listasafnið

Listasafn Íslands er þjóðlistasafn okkar Íslendinga og eitt af hlutverkum þess er að safna myndlist með það að markmiði að endurspegla sem best strauma og stefnur í íslenskri og alþjóðlegri myndlist á hverjum tíma eins og segir í lögum um safnið. Safneignin er yfirgripsmikil og fjölbreytt. Elstu verkin eru frá 16. öld og þau yngstu innan við ársgömul en kjarni safneignarinnar er íslensk myndlist frá aldamótunum 1900 til dagsins í dag.

Salur

1

2.7.2022 2.10.2022

Sýningarstjóri

Vigdís Rún Jónsdóttir

Verkefnisstjóri sýninga

Vigdís Rún Jónsdóttir

Verkefnisstjóri fræðslu og viðburða

Ragnheiður Vignisdóttir

Markaðs og kynningarmál

Guðrún Jóna Halldórsdóttir

Ljósmyndun og tæknimál

Sigurður Gunnarsson

Forvarsla

Ólafur Ingi Jónsson

Á myndinni er verk eftir myndlistarmanninn Fritz Hendrik Berndsen. Verkið er að kössum sem eru raðaðir upp meðfram vegg. Kassarnir eru ljósbrúnir á lit, hillan undir kössunum er grá á litinn og bakgrunnurinn í brúnum lit.

Fritz Hendrik Berndsen 1993-

Kassar, 2019

LÍ-9255

Nú eru yfir 15.000 verk í listaverkasafninu og á hverju ári bætist við þann fjölda og hefur safnið tæpar 30 milljónir króna til umráða til listaverkakaupa á ári. Val verka, bæði varðandi kaup og listaverkagjafir til safnsins, er í höndum þriggja manna innkaupanefndar sem skipuð er af menningarráðherra til þriggja ára í senn. Í nefndinni situr safnstjóri, einn fulltrúi tilnefndur af Sambandi íslenskra myndlistarmanna og einn án tilnefningar.

Valgerður Hauksdóttir, LÍ 11676, sköpun

Valgerður Guðlaugsdóttir 1970-2021

Sköpun, 2021

LÍ-11676

Á sýningunni Nokkur nýleg verk má sjá úrval verka sem keypt hafa verið af innkaupanefnd Listasafns Íslands eða safnið hefur fengið að gjöf á undanförnum fjórum árum. Það er kærkomið að varpa ljósi á þennan stóra og mikilvæga þátt í starfsemi safnsins með því að sýna nýleg verk úr safneigninni og varpa ljósi á þær áherslur sem verið er að leggja við innkaup á hverjum tíma. Sýningin endurspeglar margbreytileika framúrskarandi íslenskrar samtímalistar.

Listaverk eftir Gunnhildi Hauksdóttir, tíu rottu ungar hanga á priki og kallast verkið Rottukórinn.

Gunnhildur Hauksdóttir 1972-

Rottukórinn, 2020

LÍ-11672

Að búa til kerfi yfir hvers kyns fyrirbæri má segja að sé viðleitni mannsins til einföldunar á annars illskiljanlegum og flóknum heimi. Kerfisfræði byggir á þverfaglegri skoðun á skipulagi fyrirbæra, innbyrðis kerfisbundnum samböndum og því hvernig ýmis kerfi virka saman. Kerfi geta verið áþreifanleg, líffræðileg eða félagsleg; þau geta verið gerð af manna höndum, náttúruleg eða sambland af hvoru tveggja. Kerfi fela í sér ákveðna endurtekningu og mynstur en í endurtekningunni má ávallt finna uppsprettu hins nýja eins og danski heimspekingurinn Søren Kierkegaard benti á í riti sínu Endurtekningin frá 1843. Rit Kierkegaards hefur orðið mörgum listamanninum innblástur þar sem sama rútínan eða myndefnið er endurtekið aftur og aftur eða viðfangsefni úr fortíðinni endursköpuð enda má segja að engin listsköpun sé möguleg án fordæma og fyrirmynda.  

Nokkur nýleg verk hafa verið valin saman þar sem finna má kerfi og endurtekningar sem leiðarstef í verkum ellefu listamanna og eru þau unnin í ýmsa miðla.

LÍ 9420, Sölvi Sólon Íslandus Helgason, Blýantsteikning með þremur karlmannsprófílum

Sölvi Sólon Íslandus Helgason 1820-1895

Blýantsteikning með þremur karlmannsprófílum, 1858-1895

LÍ-9420

Í víðum skilningi má líta svo á að í allri myndlist megi sjá eins konar kerfi og endurtekningu og því áhugavert verkfæri til skoðunar á samtímalist. Viðfangsefni listamannanna á sýningunni Nokkur nýleg verk felast í rannsóknum á svefntíma barna, staðalímyndum, uppstækkun kolefnisbrots, breytingum náttúrunnar með aðstoð morsmerkjakerfisins, uppröðun stóla í ólíkum opinberum rýmum, hljóðheimi og félagslífi rotta, skáklistinni og kerfi leiksins, kössum sem endurteknu stefi í listasögunni, sköpunarsögunni og afbyggingu merkingar hennar, ferlum sem liggja að baki sýningarhaldi og ekki síst í rannsóknum á fagurfræði í endurtekningu forma eða mynstureininga sem skapa ákveðna ró í óreiðunni og öryggi fyrir áhorfandann.

Listamenn sem eiga verk á sýningunni

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

Bjarni H. Þórarinsson

Fritz Hendrik Berndsen

Guðjón Ketilsson

Gunnhildur Hauksdóttir

Hildur Bjarnadóttir

Sigurður Guðjónsson

Sigurður Atli Sigurðsson

Sölvi Sólon Íslandus Helgason

Valgerður Guðlaugsdóttir

Örn Alexander Ámundason

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17