Sequences: Get ekki séð – Frumspekivíddin

Agnes Denes Daria Melnikova Elo-Reet Järv Gerður Helgadóttir Ólöf Nordal Zenta Logina

15.10.2023 — 26.11.2023

Safnahúsið

Gangið inn í frumspekivíddina, heim þar sem línuleg og rökrétt sannindi eru dregin í efa. Leitin að nýjum formum og listræn landkönnun birtist í formi snúinnar rúmfræði, flæktra hnatta og dáleiðandi spírala. Hér byrjum við að má út mörk ímyndunar og veruleika, óvissu og vitneskju, til að vefa saman viðtekinn skilning á nauðsyn og möguleikum. Hugurinn verður að að skipta um gír, bæði á einstaklings- og samfélagsskala til þess að til verði pláss fyrir hið nýja – sem gæti allt eins verið löngu gleymdur sannleikur.


Sýningin sprettur úr myrkri sem umlykur. Hún hefst á þeirri tilfinningu að heimurinn sé að molna í höndum okkar, á meðan hvassviðrið þyrlar síðustu dropunum af dreggjum hans enn lengra.Við sjáum ekki sívaxandi ógn vistfræðilegrar eyðileggingar, rétt eins og við sjáum ekki mögulegar nýjar leiðir og líf sem gæti kviknað úr rústum gamla heimsins.


Get ekki séð er skipt í fjóra kafla sem veita innsýn í rýmin og andartökin sem mannlegt auga nemur yfirleitt ekki: allt frá hafsbotni og jarðlögunum að braki fortíðar og draumum um framtíðina. Sögurnar eru sagðar frá ýmsum sjónarhornum, allt frá blendingsfuglum að bakteríum, að sjávarlífverum, ævafornu tré eða óþreytandi vindinum. Markmiðið er að velta upp ólíkum leiðum til að sjá og upplifa heiminn og fjarlægjast þannig þau sjónarhorn sem við eigum að venjast. Teygjanlegur tími leyfir okkur að ferðast langt aftur í goðsagnakennda fortíð eða ímynda okkur ókomna framtíð.

UM SEQUENCES

Sequences er sýningarvettvangur fyrir innlenda og erlenda myndlistamenn og stuðlar að stækkuðu starfsumhverfi listamanna og enn fjölbreyttara menningarlífi í Reykjavík. Hátíðin styður einnig við grasrót myndlistar hérlendis og er ætlað að vera hvetjandi umhverfi til sköpunar nýrra verka. Sequences veitir nýjum straumum og framsækinni myndlist rými og gefur almenningi færi á að upplifa alþjóðlega samtímamyndlist á heimsmælikvarða. Hátíðin tekur annars vegar yfir hefðbundin sýningarrými og hins vegar er áhersla lögð á aðgengi verka í óhefðbundnum rýmum og listrænt inngrip í almenningsrýmum í Reykjavík. Nýir sýningarstjórar eru valdir inn fyrir hverja hátíð til að skipuleggja og móta dagskrá hátíðarinnar sem stendur alla jafna yfir í 10 daga. Meðal verkefna hátíðarinnar er að vera virkur vettvangur fyrir samskipti, tengslamyndun og þverfaglega starfsemi á forsendum myndlistar og að vera eftirsóknarverður áfangastaður fagfólks í alþjóðlegu myndlistarsenunni. Listamenn fyrri hátíðar eru svo eitthvað sé nefnt, Elísabet Jökulsdóttir, Philip Jeck, Miruna Roxana Dragan, Joan Jonas, David Horvitz, Agnes Martin, Hekla Dögg Jónsdóttir, Guido van der Werve, Ragnar Kjartansson, Emily Wardill, Roger Ackling, Margrét H. Blöndal, Carolee Schneemann, Rebecca Erin Moran, Finnbogi Pétursson and Alicja Kwade. Founding members of Sequences are artist run Kling & Bang galleri (est. 2003), the Living Art Museum (est. 1978) and the Icelandic Art Center, that together with artists active in the local art scene at each time, run the festival. Sequences is a non-profit organisation. Sequences mun vera haldin í ellefta sinn í Október á þessu ári, frá 13 október til 22 október. Sýningarstjórar komandi hátíðar eru Maria Arusoo, Sten Ojavee, Marik Agu og Kaarin Kivirähk. Sýningastjórar fyrri hátíða eru til dæmis Þóranna Dögg Björnsdóttir (IS) and Þráinn Hjálmarsson (IS), Hildigunnur Birgisdóttir (IS) and Ingólfur Arnarsson (IS), Margot Norton (New Museum, NY) and Alfredo Cramerotti (dir. Mostyn, Wales). Undirtitill Sequences real time art festival, vísar til upphaflegrar áherslu hátíðarinnar á tímatengda miðla og verk sem unnin eru í rauntíma. Í dag er titillinn vegvísir sem sýningarstjórum er frjálst að túlka og vinna með fyrir hverja hátíð. Að hátíðinni standa Kling & Bang, Nýlistasafnið, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og óháðir aðilar sem eru virkir í listamannareknu senunni í Reykjavík hverju sinni.

Sequences

Safnahúsið

15.10.2023 26.11.2023

Sýningarstjórar

Marika Agu, Maria Arusoo, Kaarin Kivirähk, Sten Ojavee (Estonian Centre for Contemporary Art)

Verkefnastjóri sýninga

Vigdís Rún Jónsdóttir

Fjársjóður íslenskrar myndlistar

Safnið er opið alla daga frá 10 - 17