SAFNAHÚSIÐ

SJÓNARHORN - FERÐALAG UM ÍSLENSKAN MYNDHEIM


Grunnsýning á íslenskum myndheimi og sjónrænum menningararfi þjóðarinnar, Sjónarhorn, var opnuð í Safnahúsinu við Hverfisgötu 15. apríl 2015. Að sýningunni standa höfuðsöfnin þrjú, Þjóðminjasafn Íslands, Listasafn Íslands og Náttúruminjasafn Íslands, auk Þjóðskjalasafns Íslands, Landsbókasafn- Háskólabókasafn og Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samstarf þessara sex stofnana býður upp á einstakt tækifæri til að skoða arfleiðina í nýju samhengi og varpa ljósi á ósagða sögu með nýstárlegum hætti. 

Sýningarstjóri er Markús Þór Andrésson.

Nánari upplýsingar um sýninguna og Safnahúsið er að finna hér.


NÝR KJÖRGRIPUR; GANÝMEDES EFTIR BERTEL THORVALDSEN Í SAFNAHÚSINU VIÐ HVERFISGÖTU

Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770 – 1844) var einn þekktasti listamaður Evrópu á sínum tíma og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Í safneign Listasafns Íslands er ein höggmynd eftir Bertel Thorvaldsen, Ganýmedes, en frummyndina gerði hann í Róm árið 1804. Marmaramyndin af Ganýmedesi er elsta verkið sem fjallað er um í bókinni 130 verk úr safneign Listasafns Íslands og sannkallaður kjörgripur.

Sýningin á Ganýmedesi eftir Bertel Thorvaldsen í Safnahúsinu við Hverfisgötu stendur yfir til 31. maí 2020.

Sýningarkrá á íslensku
Sýningarskrá á ensku