SAFNAHÚSIÐ

fjársjóður þjóðar

Fjársjóður þjóðar í safnahúsinu 


 
Listasafn Íslands sýnir perlur íslenskrar myndlistar í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Lykilverk úr safneigninni veita innsýn í íslenska listasögu frá síðari hluta 19.aldar til dagsins í dag og endurspegla fjölbreytt viðfangsefni fjölmargra listamanna. Sýningin veitir einnig kærkomið tækifæri til þess að endurnýja kynnin við mörg af helstu listaverkum þjóðarinnar.


GANÝMEDES EFTIR BERTEL THORVALDSEN Í SAFNAHÚSINU

Myndhöggvarinn Bertel Thorvaldsen (1770 – 1844) var einn þekktasti listamaður Evrópu á sínum tíma og talinn einn helsti fulltrúi nýklassíska stílsins í höggmyndalist. Í safneign Listasafns Íslands er ein höggmynd eftir Bertel Thorvaldsen, Ganýmedes, en frummyndina gerði hann í Róm árið 1804. Marmaramyndin af Ganýmedesi er elsta verkið sem fjallað er um í bókinni 130 verk úr safneign Listasafns Íslands og sannkallaður kjörgripur.

Sýningarkrá á íslensku
Sýningarskrá á ensku