GYÐJUR

KONUMYNDIR SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR

Sigurjón Ólafsson er meðal þekktustu portrettlistamanna Norðurlanda og eftir hann liggja rúmlega 200 andlitsmyndir. Flestar eru þær af karlmönnum í ábyrgðarstöðum í þjóðfélaginu, en kvenportrett Sigurjóns eru síður þekkt, að undanskilinni myndinni sem hann gerði af móður sinni árið 1938. Fyrir þá mynd hlaut Sigurjón hin eftirsóttu dönsku Eckersberg-verðlaun árið 1939. Ríkislistasöfn þriggja Norðurlanda eiga eintök af þeirri mynd.


Portrett af konum eftir Sigurjón Ólafsson ásamt öðrum verkum hans, höggvin í stein eða tré, þar sem hinni kvenlegu ímynd - das ewig weibliche - er lýst og hún tekur á sig mynd gyðjunnar, voru á sýningunni Gyðjur. Konumyndir Sigurjóns Ólafssonar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar 17.10.-29.11.2015. Sýningin var haldin í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi.  Nánar um sýninguna.